Eins og búist var við er fjör farið að færast í leikana varðandi slaginn um Bessastaði. Flestir eru þó á því að fjörið sé orðið of mikið enda virðist ótrúlegur fjöldi Íslendinga ganga um með þann draum að verða forseti Íslands. Sumir eru meðvitaðir undir feldi eða hreinlega í framboði en síðan voru það þeir sem hentu sér óvart í framboð með smá miðaldra klaufaskap á internetinu.
Sumir eru þó blessunarlega vopnaðir almennri skynsemi og drógu framboð sitt tilbaka eftir að hafa kannað stemminguna. Fremst þar í flokki eru björgunarsveitarmaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson, sem lýsti síðan yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar, og athafnakonan Margrét Friðriksdóttir, sem vill bara einhvern guðrækinn á Bessastaði.
Það er erfitt að henda reiður á hversu margir Íslendingar eru enn í framboði en hér gefst lesendum að kjósa um þá helstu sem og nokkra öfluga einstaklinga sem enn liggja undir kæfandi bjarnarskinninu.
Sjá einnig: Könnun: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands
Sjá einnig: Taka tvö – Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Sjá einnig: Þriðja forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? – DV
Þetta er fjórða forsetakönnun DV og þó að niðurstöðurnar séu talsvert frá skoðanakönnunum, sérstaklega varðandi þá sem eru í forystusætunum, þá má greina ýmsar vísbendingar í niðurstöðunum. Sérstaklega ættu þeir frambjóðendur sem fá lítið fylgi að taka niðurstöðurnar til sín og mögulega íhuga fordæmi Tómasar og Margrétar.