fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Við eigum öll þennan kennara sem breytti lífi okkar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólinn er okkar besta jöfnunartæki en til að það virki þarf að passa upp á hópastærðir og sjá til þess að kennarar fái að vinna vinnuna sína. Hver sá sem farið hefur í gegnum grunnskóla á þennan kennara sem breytti lífi hans. Þessi kennari á skilið að stjórnvöld horfi til þess hve mikilvægt starf hann vinnur og setji menntamálin í forgang. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan _Thorbjorg_5.mp4
play-sharp-fill

Eyjan _Thorbjorg_5.mp4

Þorbjörg Sigríður segir hópastærðir stórt vandamál í íslenska skólakerfinu. Stórir hópar komi í veg fyrir að kennarar nái að sinna öllum nemendum eins og vera þyrfti. Þetta sé eitt af því sem stendur upp úr eftir að þingmenn Viðreisnar heimsóttu skóla og ræddu við kennara og skólastjórnendur fyrir skemmstu.

„Ég er búin að óska eftir því að eiga sérstaka umræðu á Alþingi um grunnskólann. Eftir þessar heimsóknir langar mig til að ræða þetta. Við eigum öll þennan kennara, sem breytti lífi okkar, og flest okkar eigum þau nokkur svona í grunnskólunum. Við eigum að muna þessi nöfn og við eigum að tala um þetta upphátt. Ég get talað um kennara í grunnskóla, hvað þau gerðu fyrir mig. Ég get líka farið alla leið upp í menntaskóla og sagt frá því þegar Steinunn sögukennari í MR kenndi okkur um stjórnarskrána. Það varð til þess að ég fór í lögfræði. Þegar Ragnheiður Briem, íslenskukennarinn minn í menntaskóla, sagði við mig að ég gæti skrifað. Ég varð síðan pistlahöfundur. Við eigum öll þessa sögu af kennurum sem hafa verið í lykilhlutverki í okkar lífi og við erum öll í þakkarskuld,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Mér fannst það líka dásamlegt þegar börnin mín voru í skóla, þá rakst ég á kennara sem breytti lífi sumra minna barna, en ég á fjögur.

„Já, já, ég á þrjár stelpur og ég á núna grunnskólanema, ég á háskólanema, ég á háskólanema. Þetta er algert hjartans mál. Við eldhúsborðið heima á kvöldin, fyrir utan það að foreldrarnir séu ræða kannski stöðuna í heimilisbókhaldinu, þá ertu að horfa á þessa hluti; skólana og líf barnanna þar. Ég get sagt það sama. Ragna, kennari í Breiðagerðisskóla, hvað hún gerði fyrir dætur mínar þegar við fluttum aftur heim frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið þar í námi. Stuðningur og aðstoð við það að fá að halda enskunni við, auka námsefni, mjög skapandi í því að hjálpa stelpunum að nýta þessa gjöf sem þær höfðu fengið í samhengi við það að kunna ensku,“ segir hún.

Þorbjörg Sigríður segist sannfærð um að allir sem gengið hafi í gegnum grunnskóla eigi þennan kennara. „Þessi kennari á það skilið að stjórnvöld horfi til mikilvægis starfsins og veðji dálítið á menntamálin. Þetta er nefnilega sagan, bara í grunnmyndinni, kennarinn fái að vera kennari, fái að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs, að við horfum á það að þetta er okkar besta jöfnunartæki – skólinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot

Vatnsævintýrið fór í sama vask og bruggið – 212 milljón króna gjaldþrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
Hide picture