fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Íslenska verði alheimsmál

Svarthöfði
Föstudaginn 15. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði ann íslenskri tungu og vill veg hennar sem mestan. Reyndar svo að hann á bágt með að skilja hvers vegna hún er ekki töluð um alla heimsbyggðina og skipi sess á borð við engilsaxnesku. Enda var fast á eftir því gengið á menntaskólaárum Svarthöfða að nemendur tileinkuðu sér einkenni og sérkenni tungumálsins og kynnu með það að fara.

Svarthöfða sýnist að heldur hafi hallað á ógæfuhlið í þeim efnum hin síðari ár og nú sé svo komið fyrir tungunni að enskan hafi rutt henni úr vegi að verulegu leyti í samskiptum milli manna hér á landi. Einkum á það þó við æskufólk, jafnvel þá sem nýhafa lokið menntaskólanámi.

En þessar áhyggjur Svarthöfða gætu vel flokkast sem miðaldra svartsýnisraus og á öllum tímum hafi menn haft áhyggjur af framtíð tungunnar. Einstaka hafa gengið fram fyrir skjöldu og lagt til aðgerðir til verndar tungunni, en fáar hafa skilað árangri, svo sem raun virðist bera vitni.

Ljóstýra kviknaði þó þegar Svarthöfði rak augun í að þingmaður einn, sem alinn er upp í guðsótta og góðum siðum, hyggist leggja fram frumvarp um að íslenskukunnátta verði gerð að skilyrði fyrir því að fá leyti til aksturs leigubifreiða.

Þingmaðurinn hefur réttmætar áhyggjur af því að meðal leigubílstjóra séu menn af erlendum uppruna og ótalandi á íslensku. Það hlýtur bjóða heim stórhættu á að farþegum þessara bílstjóra sé ekið á einhvern allt annan áfangastað en þeir ætluðu. Endi jafnvel í Breiðholti þegar leiðin átti að liggja út á Nes. Fyrir nú utan hvað það getur verið hvimleitt að vera kominn þangað sem maður ætlaði ekki, þá eykur þetta á umferðarþungann – sem er ærinn fyrir – því þá þarf að taka annan bíl úr Breiðholti og út á Nes. Þá er undir hælinn lagt hvort sá bílstjóri kann skil á tungumálinu.

Nei, svona getur þetta ekki gengið. Allir sem aka leigubíl verða að kunna íslensku. Hvernig eiga þeir að átta sig á heimilisfangi við Flyðrugranda eða Sautjánda júní torgi? Og hvernig eiga samskipti við bílstjórann annars að fara fram? Hvernig á hann að geta rakið fyrir farþegum sínum hversu bágborin kjör leigubílstjóra eru, eða í hversu miklar ógöngur útgáfa leyfa til leigubifreiðaaksturs eru komin?

Svarthöfði er þeirrar skoðunar þarna sé rétt að byrja, minnu skipti íslenskukunnátta starfsfólks á hjúkrunarheimilum aldraðra, starfsmanna á hársnyrtistofum, dekkjaverkstæðum og öðrum þjónustufyrirtækjum.

Markmiðið hlýtur að vera að Ísland verði eina landið í heiminum þar sem allir leigubílstjórar tala íslensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!