fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Hlaðvarp vikunnar: „Bitcoin er algerlega framtíðin“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2024 17:30

Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmyntin bitcoin hefur undanfarinn einn og hálfan áratug verið á rússíbanareið, sveiflast hátt til himins en hrapað langt niður þess á milli. Enginn veit hver eða hverjir eru aðilarnir á bak við bitcoin og líkur eru á að enginn muni nokkurn tíma komast að því. Nú í byrjun þessa árs hefur bitcoin hækkað mikið, meðal annars vegna þess að stórir alþjóðlegir sjóðir og fjárfestingabankar eru farnir að fjárfesta af miklum krafti í rafmyntinni. Kjartan Ragnars er regluvörður Myntkaupa, sem er eins konar kauphöll hér á landi fyrir rafmyntir, aðallega bicoin. Kjartan er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 1.mp4

Bitcoin byrjaði sem forrit árið 2008, þegar heimurinn hafði gengið í gegnum verulegar fjármálahremmingar. Á bak við bitcoin hefur aldrei verið svo mikið sem eitt gramm af gulli. Einu verðmætin, sem í raun standa á bak við gjaldmiðilinn/eignaflokkinn bitcoin, eða crypto currency, sem er samheiti rafmynta á ensku, eru rafræn námavinnsla. Bendir það ekki til að eignaflokkurinn sé nokkurs konar gróðabrall?

Kjartan segir að við fyrst sýn mætti draga þá ályktun. „Ef ég fjalla bara um mína vegferð um þennan heim þá var ég bara eins og vel flestir og ég held að það væri skrítið ef það væru ekki fyrstu viðbrögð á þennan eignaflokk. Ég byrjaði í þessu nánast samhliða störfum mínum hjá Myntkaupum en ég byrjaði 2020, þá byrjuðu mín fyrstu kaup í bitcoin. Ég man alveg eftir vinum mínum sem voru að segja mér að kaupa bitcoin 2017. Þá komu þessi rök frá mér, sem maður hristir hausinn yfir núna. Þetta væri svona klassískt „greater fool“ dæmi, það væri ekkert á bak við þetta. Maður var jafnvel með samlíkingar við túlípanaæðið í Hollandi á 17. öld. Svo pældi ég bara ekkert meira í því.“

Hann segir frá því að svo þegar verðið hækkaði og raunar margfaldaðist hafi farið að renna á hann tvær grímur, hvort hann hefði gert mistök. Hann hefði síðan verið á Kanarí í febrúar 2018 þegar fregnir bárust af því að bitcoin væri að hrynja. Þá hefði hann hugsað með sér þvílíkir bjánar þetta hefðu verið og eins gott að hann hefði ekki komið nálægt þessu.

„Ekki óraði mig við því þá að þarna hefði maður átt að kaupa, en ég hélt bara að þetta væri dautt.“

Kjartan segir frá því þegar framkvæmdastjóri Myntkaupa, Patrekur Maron Magnússon, gaf sig á tal við hann. „Ég þekkti hann ágætlega úr skákinni og vissi að þarna fór maður sem var mjög öflugur og mikill stúderari sem ígrundaði sínar ákvarðanir mjög vel. Hann spyr mig hvort ég sé tilbúinn að ganga til liðs við þá í Myntkaupum og sjá um alla lagalegu hliðina, ganga frá skráningu í dálítið viðamiklu skráningarferli hjá Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma. Ég sagði, já, ég gæti alveg verið opinn fyrir því, en spurði bitcoin, er það enn þá til?

Hann hafði ekki tíma til að fara djúpt í þetta en hann sagði við mig: „Kjartan, það er algerlega framtíðin.“ Ég var alveg sleginn yfir því að þessi maður væri með þessi viðhorf varðandi þetta. En hann sagði: „Þú hefur gaman að lesa og pæla,“ og benti mér á nokkrar bækur og einhver hlaðvörp á netinu. Ég hugsaði með mér, ókei, mér finnst mjög ólíklegt að hann hafi rétt fyrir sér í þessu en það er þá eitthvað meira á bak við þetta og meira verið í þetta en ég taldi.“

Úr varð að Kjartan setti sig inn í málið, kynnti sér bitcoin. Honum fannst hann ekki geta réttlætt það að fara að vinna fyrir Myntkaup án þess að vita eitthvað um hvað málið snerist. Hann var hins vegar ekki með á prjónunum að fjárfesta í bitcoin. Hann ætlaði bara að vinna fyrir fyrirtækið.

„Ég byrja að lesa, les bók sem heitir Bitcoin Standard og skemmst er frá því að segja að nokkrum vikum síðar var ég orðinn algerlega hugfanginn.“

Hann segir í þessu sambandi vert að velta fyrir sér spurningunni: Hvað er peningur?

Kjartan ræðir við Ólaf um bitcoin og peninga út frá ýmsum hliðum, bæði sem gjaldmiðil og sem eignaflokk. Þeir ræða um það hve sveiflukennt bitcoin er, en Kjartan segir mjög hafa dregið úr sveiflunum með árunum. Topparnir séu vissulega hærri í hvert sinn en botnarnir nái alls ekki eins langt niður og þeir gerðu í byrjun.

Kjartan skýrir út hvernig rafnámagröfturinn gengur fyrir sig, en innbyggt í bitcoin forritið er að afrakstur námavinnslunnar helmingast á um það bil fjögurra ára fresti og það gerist næst í síðari hluta apríl mánaðar. Einungis eru til 21 milljón bitcoin í heiminum og þar af er búið að grafa eftir meira en 19 milljónum á þeim 16 árum sem liðin eru síðan myntin leit dagsins ljós. Vegna helmingunarinnar eru þó meira en 100 ár þar til síðasta bitcoin verður grafin upp úr rafnámunni.

Kjartan ræðir m.a. muninn á bitcoin og gulli og muninn á bitcoin og venjulegum peningum. Hann telur bitcoin eiga mikið inni.

Hlaðvarpið í heild verður aðgengilegt hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 16. mars, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture