fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Hátækni pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar

Eyjan
Miðvikudaginn 13. mars 2024 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche kemur til með að taka yfir pláss hins gamla Stjörnutorgs Kringlunnar frá og með sumarbyrjun. Ísland verður þar með níunda landið sem getur státað sig af því að bjóða landsmönnum sínum upp á stað þar sem gestir geta notið ljúffengra veitinga, ásamt því að skemmta sér í hátækni pílu, keppa á þar til gerðum shuffleborðum, nú og eða tekið lagið í tveimur af karaoche herbergjum staðarins – þar sem hljómgæðin verða ekkert minna en mögnuð. Mikið verður lagt upp úr því að gera upplifun gesta sem jákvæðasta og engu til sparað þegar kemur að útliti og þægindum, tækni, mat og drykk.

Í fréttatilkynningu um opnuna segist framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík, Mikael Harðarson, vera spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika.

„Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður“.

Mikil eftirvænting fyrir opnuninni

15 pílubásar, 1 VIP herbergi, 5 shuffleborð, 2 karaoche herbergi og sæti fyrir 230 – 300 gesti í mat og drykk, verða á staðnum og segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, mikla eftirvæntingu ríkja innan félagsins og Kringlunnar fyrir því að fá Oche í húsið.

„Opnun staðarins er stórt og mikilvægt skref í gagngerri endurnýjun á 3. hæð verslunarmiðstöðvarinnar og við fögnum því að taka þátt í verkefninu og hlökkum til samstarfsins við öfluga rekstraraðila Oche Reykjavík. Að okkar mati færir staðurinn þjónustu- og skemmtiframboð Kringlunnar á áður óþekktan og spennandi stað og það er að sjálfsögðu ekkert annað en jákvætt“. (Guðjón Auðunsson forstjóri Reita)

Matseðillinn á Oche verður þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, en hann er kanóna á veitingasviðinu og landsmönnum kunnur sem einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson.

Tíundi staðurinn á heimsvísu

Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Troy Warfield, forstjóri The Social Gaming Group, félagsins sem á einkaleyfið fyrir Oche vörumerkinu, er að vonum glaður með áformin.

„Það er okkur ánægjuefni að koma inn á íslenskan markað og ég á ekki von á öðru en að Oche eigi eftir að gleðja Íslendinga og þá gesti sem landið sækja. Það verður spennandi að sjá staðinn rísa í Kringlunni enda staðsetningin frábær og öll plön íslensku samstarfsaðilanna um útlit og starfsemina einnig. Við bjóðum íslensku sérleyfishafana velkomna í alþjóðlega Oche teymið og alla hjá Oche Reykjavík, Reitum og Kringlunni einnig. (Troy Warfield forstjóri The Social Gaming Group)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum