fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Magnús Harðarson: Hækkunin um flokk hjá FTSE Russell hefur víðtæk áhrif fyrir allan íslenska markaðinn – komin á radarinn

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. mars 2024 08:00

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hækkun íslensku kauphallarinnar úr vaxtarflokki í nýmarkaðsflokk hjá FTSE Russell vísitölunni hafði mikla þýðingu fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn vegna þess að þá voru íslensk félög tekin inn í vísitölusjóði sem alþjóðlegir fjárfestar fjárfesta í. Ekki nóg með það heldur vekur þetta líka athygli annarra fjárfesta en vísitölusjóða og getur því haft mun víðtækari áhrif en ella. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 2.mp4

„Við höfum verið að tala um hvernig íslenski markaðurinn hefur þjónustað Alvotech, en Alvotech var líka hvalreki fyrir íslenska markaðinn, svo það sé nú sagt,“ segir Magnús.

„Bæði FTSE Russell og MSCI taka mið af stærð markaðarins og almennri virkni og það hefur sannarlega hjálpað að fá inn svona myndarlegt félag, og reyndar líka aðrar nýskráningar undanfarin misseri, en ekki síst svona stórt félag.“

Hann segir íslensku kauphöllina núna vera komna úr því sem á ensku nefnist „frontier“, eða vaxtarmarkaðsflokkun, yfir í „emerging“, eða nýmarkaðsflokkun. „Það var stórt skref og mikilvægt því að því fylgdi fjármagn vísitölusjóða, sem fjárfesta í þessum mörkuðum sem komast inni þessa nýmarkaðsflokkun. Þetta eykur áhuga á félögum á þessum mörkuðum og kemur með nýtt fjármagn inn á markaðinn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann segir þessi flokkunarfyrirtæki, sem oft séu nefnd vísitölufyrirtæki því að þau flokka markaðina og reikna svo hlutabréfavísitölur út frá þessari flokkun. „Þegar þú kemst inn í þessa nýmarkaðsflokkun fara íslensk fyrirtæki, ekki öll en mörg, inn í þessar vísitölur. Og svo eru einhverjir sjóðir þarna úti í heimi sem fylgja þessum vísitölum. Í því felst að þeir kaupa bréf í þessum vísitölum, eða eignasafni sem endurspeglar þær.“

Magnús segir þessa vísitölusjóði, sem svo eru nefndir, vera stórt fjárfestingarform úti í heimi, þessir sjóðir gefi sig út fyrir að spegla tilteknar vísitölur. „Ég myndi segja að vísitöluinnflæðið í tengslum við þessa FTSE hækkun, að stærðargráðan á því hafi verið einhvers staðar á milli 40 og 50 milljarðar, segjum bara 45. Þetta er góð innspýting, góð viðbót, Ef við hugsum þetta bara í samhengi erlendra fjárfesta, þegar þeir koma þarna inn, þá er þetta eitthvað svona um tvö prósent af íslenska markaðnum. Áður en þessi fjárfestar komu inn þá áttu erlendir fjárfestar svona u.þ.b. 10 prósent af íslenska markaðnum þannig að þetta umturnar ekki neinu en þetta er aukning sem skiptir máli,“ segir hann.

„Svona hækkun setur markaðinn líka á radarinn hjá öðrum en vísitölusjóðum sem eru þá bara með einhverjar fjárfestingastefnur sem segja hvar þeir mega fjárfesta eða einhver óformlegri viðmið,“ segir Magnús Harðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
Hide picture