fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Forstjóri Kauphallarinnar: Tvískráningar fyrirtækja hafa lukkast vel – Öðruvísi fjárfestar á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. mars 2024 17:30

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvískráning fyrirtækja í kauphöll, hérlendis og erlendis, er mikil og góð auglýsing fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn og styrkir íslensku kauphöllina. Virk viðskipti eru hér á landi með þau félög sem eru tvískráð, t.d. Alvotech. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Magnus Hardarson - 1.mp4

Man ég það ekki rétt að þegar Alvotech var skráð á aðalmarkaðinn í New York þá fóru þeir inn á aðalmarkaðinn þar en þeir fóru inn á First North hér?

„Jú, en það var náttúrlega ekki vegna þess að félagið væri ekki gjaldgengt á aðalmarkaðinn hér heldur vegna þess að það var bara braut sem félagið valdi. Þetta er auðvitað töluvert flókið ferli að fara inn á markað á sama tíma í tveimur löndum og það var aðeins einfaldara að byrja á að taka skrefið inn á First North markaðinn út frá öllum reglum og félagið hafði meiri vissu varðandi tímasetningar með því en var alltaf með það í planinu að fara yfir á aðalmarkaðinn, sem gekk eftir alveg um hálfu ári síðar. Sú tvískráning hefur náttúrlega bara lukkast mjög vel,“ segir Magnús.

Gjaldmiðillinn er okkur fjötur um fót á mörgum sviðnum íslensks viðskipta og atvinnulífs hvað varðar t.d. fjárfestingar hér á landi. En tvískráð félag, félag sem er með skráningu hér og annars staðar,  það er eitthvað sem erlendir fjárfestar þurfa ekki að óttast, þeir geta fjárfest í félaginu hér og eru nokkurn veginn tryggðir vegna þess að ef krónan fer í einhverja rússíbanareið mun verðið hér í krónum alltaf endurspegla dollaraverðið í New York. Erlendir fjárfestar eru þá tryggðir?

„Já, það má segja að verðið í þessum félögum sem eru tvískráð, það eru alveg þokkalega virk viðskipti með þau, en ef mikill munur verður á þá grípa fjárfestar tækifærið. Í raun og veru má segja að fjárfestar enda á því að leita inn á þann markað þar sem eru mest viðskipti. Að mínu mati eru þessar tvískráningar mjög góð auglýsing fyrir íslenska markaðinn,“ segir Magnús.

„Tökum dæmi tvær nýlegar tvískráningar, Alvotech fyrst. Það er kannski mest sláandi dæmið að því leyti að Alvotech er þarna á stóra sviðinu, líftæknifélag í þekktri líftæknikauphöll. Hvað getur félagið viljað meira? Af hverju í ósköpunum er félagið að skrá sig líka hér? Kosturinn við að koma hingað er í raun og veru að félagið er að sækja í mismunandi fjárfestamengi, annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar á Íslandi. Félagið er náttúrlega risastórt á íslenskan mælikvarða, gríðarlega vel þekkt meðal almennings og inni á öllum fjármálamörkuðunum. Sjálfsagt ágætlega þekkt í Bandaríkjunum líka en væntanlega helst meðal líftæknifjárfesta – sem sérhæfa sig í þeim geira, þannig að í Bandaríkjunum hafa þeir fengið aðgengi að því fjárfestamengi, sérhæfðum líftæknifjárfestum, en hér fá þeir betra aðgengi að þessum almennari fjárfestum, og þá meina ég eins og lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum og almenningi. Þetta held ég að hafi lukkast mjög vel. Það er gaman frá því að segja að veltan hér á Íslandi, viðskipti á markaði hér, stenst alveg samanburð við það sem er að gerast í Bandaríkjunum og raunar vel það,“ segir Magnús.

Í þættinum ræðir Magnús m.a. um það hvernig Alvotech hefur reynst hvalreki fyrir íslenska markaðinn, sem hefur verið uppfærður úr vaxtarmarkaði í nýmarkað hjá FTSE Russell vísitölunni. Hann ræðir um horfurnar hjá íslensku kauphöllinni ef boðuð yfirtaka á Marel gengur eftir og kemur inn á það hvernig skráning ríkisfyrirtækja á markað getur gert mikið gagn fyrir fjármögnunarkeðjuna hér á landi og fjallar m.a. um möguleikann á að skráðir verði hlutir í ríkisfyrirtækjum sem ríkið ætlar sér að hafa áfram yfirráð yfir.

Farið er yfir stöðu lífeyrissjóðanna á íslenskum fjármálamarkaði og áhrif þeirra á markaðnum og Magnús fer líka yfir stöðuna sem er uppi í Bretlandi þar sem innlend fjárfesting þarlendra lífeyrissjóða hefur dregist mikið saman á undangengnum árum og áratugum.

Hlaðvarpið í heild má nálgast hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 9. mars, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
Hide picture