fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Gylfi Zoëga: Stytting framhaldsskólans var gerræðisaðgerð – forsendurnar byggðar á getgátum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stytting framhaldsskólans var gerræðisaðgerð til að spara ríkinu útgjöld en ekki hugsuð til að bæta skólakerfið. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa, helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns um 15 ára aldur og sama gildir um þriðjung stúlkna. Efnahagslegar forsendur styttingar framhaldsskólans voru hins vegar byggðar á getgátum einum. Málið snýst ekki aðeins um peninga vegna þess að fátæk ríki geta kennt sínum börnum að lesa. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við HÍ og fyrrverandi nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markadurinn - Gylfi Zoega - 4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Gylfi Zoega - 4.mp4

„En ef þú værir í pólitík myndirðu hugsa, ja, þú ert með land þar sem menntakerfið er þannig að helmingur drengja, 15 ára, kann ekki að lesa sér til gagns og 30 prósent stúlkna kann ekki að lesa sér til gagns. Þar sem brottfall í framhaldsskólum, sérstaklega meðal stráka, er svona mikið. Hundruð heimila á þessu svæði eru með unga menn sem eru hvorki í vinnu né skóla. Þetta er gríðarlegt vandamál og það sem er með Ísland, ef þú ferð inn á OECD, Better Life Index, eða lífskjörin í OECD löndunum, þá eru tekjurnar hér háar og við erum á heildina með góð lífskjör miðað við önnur OECD ríki, en það sem er að er menntunin og að við vinnum of mikið og vanrækjum fjölskyldulíf,” segir Gylfi.

Hann segir að eins og sjá megi af PISA-könnunum sé menntunin hér á landi að fara niður á við og það ansi hratt og þessu fylgi brottfall úr skóla. Svo sé það stytting framhaldsskólans sem bitni meira á strákum en stelpum. „Svo þetta var gerræðisaðgerð. Íslenskir krakkar geta klárað framhaldsskólann 19 ára eins og aðrir Evrópubúar en þá þarftu að þjappa öll árin en ekki bara þessi síðustu þrjú.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Á dögunum var Kastljósþáttur um styttingu framhaldsskólans þar sem allir viðmælendur voru sammála um að stytting hans hefði verið sparnaðaraðgerð fyrir ríkið fremur en nokkuð annað.

„Ég leit á mér til gamans, eftir þennan Kastljósþátt, skýrsluna sem kom frá Hagfræðistofnun árið 2015 um styttinguna. Þá voru rökin þau að framhaldsskólarnir þyrftu þá ¼ minna fjármagn, þar myndu sparast þrír milljarðar. Með því að krakkarnir færu að vinna einu ári fyrr næmi vinnuframlag þeirra 13-15 milljörðum. Svo var hitt bara getgátur; að svo miklu fleiri myndu fara í menntaskóla af því að hann væri þrjú ár en ekki fjögur og þau myndu ekki vera að vinna með námi og myndu nýta tímann miklu betur og bla bla bla og það myndi enda með því að landsframleiðslan myndi hækka um fleiri hundruð milljarða vegna styttingar framhaldsnáms,” segir Gylfi.

Það væri kannski gott að byrja á að hafa krakkana læsa þegar þau komast á framhaldsskóla aldur.

„Já, og það er ekki spurning um peninga. Grunnskólarnir hérna eru vel fjármagnaðir miðað við það sem er í útlöndum. Það er háskólinn sem er í svelti. Fátæk lönd geta kennt krökkum að lesa. Þannig að ég veit ekki hvað er að.“

Gylfi bendir á vel fjármagnað grunnskólakerfi og segir heilbrigðiskerfið ekki fjársvelt á þann hátt sem háskólinn sé sveltur. Þar inni sé hins vegar mikill stjórnunarvandi og þó að margt sé gott í heilbrigðiskerfinu sé greinilegt að þar sé ekki allt í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Hide picture