fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Leggur fram fyrirspurn á Alþingi sem hægt er að svara með hjálp Google

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2024 17:30

Andrés Ingi Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í nokkrum liðum um HIV-smit á Íslandi. Einfalt er þó að svara fyrsta lið spurningarinnar með hjálp leitarvélarinnar góðkunnu Google. Önnur atriði sem Andrés spyr um eru aðgengileg á heimasíðu HIV-Ísland.

Andrés óskar eftir því að fá svör, í skriflegu formi, við því hvenær fyrsta tilvik HIV-smits greindist á Íslandi. Hversu mörg tilvik HIV greindust frá þeim tímapunkti til ársins 2000 og hversu margir einstaklingar létust af völdum sýkingarinnar. Óskar Andrés eftir því að fá svörin sundurliðuð eftir kyni og ári.

Þegar kemur að fyrsta lið spurningarinnar um hvenær fyrsta tilvik HIV-smits var greint á Íslandi þá kemur það í ljós, þegar þessi spurning er sleginn inn í Google, að þá birtast fréttir fjölmiðla frá alþjóðlegum degi alnæmis, 1. desember, á síðasta ári. Þá var þess minnst að 40 ár voru liðin frá því að fyrsta HIV-smitið var greint á Íslandi. Ljóst er því að þetta var árið 1983.

Allar tölur aðgengilegar

Mögulega vill Andrés fá nákvæmara svar en eingöngu ártal en nákvæmari dagsetning finnst ekki í fljótu bragði. Öðrum liðum fyrirspurnarinnar ætti sömuleiðis að vera fljótlegt að svara. Við stutta leit á Google kemur það í ljós að á heimasíðu HIV-Ísland eru aðgengilegar ýmsar tölur um HIV-smit á Íslandi. Þessar  tölur voru birtar árið 2019 og ná frá fyrsta smitinu árið 1983 fram til þess tíma að þær voru birtar. Eru tölurnar sundurliðaðar eftir ári og kyni.

Þar má meðal annars sjá hversu margir karlar og hversu margar konur greindust með HIV-smit og alnæmi á þessu tímabili og hversu mörg þeirra létust. Til dæmis má nefna að á því tímabili sem Andrés spyr um, 1983-2000, í fyrirspurn sinni létust 30 karlar á Íslandi af völdum alnæmis en 4 konur. Á þessu sama tímabili voru 113 karlar greindir með HIV-smit á Íslandi og 30 konur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum