fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ástþór spyr hvort Davíð stýri hópi drukkinna unglinga

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi  spyr í bloggfærslu á Mbl.is, vef Morgunblaðsins, hvort að fjölmiðilinn sé skrifaður af hópi drukkinna unglinga og segir að annar ritsjóra blaðsins, Davíð Oddsson hafi sokkið ansi langt niður:

„Morgunblaðið virðist heldur betur fallið af stalli sínum ofaní saurugt ræsi sorpblaðamennsku sem vettvangur fyrir drukkna unglinga að bera gróusögur á torg.“

„Ekki átti ég von á því að fyrrum hæstvirtur forsætisráðherra, seðlabankastjóri, eitt helsta skáld Íslands og leiðtogi þjóðarinnar í áratugi, Davíð Oddson, myndi enda sinn glæsilega starfsferil sem ritstjóri blaðsnepils sem skrifaður er af drukknum unglingum undir hans stjórn.“

Ástþór spyr hvort þetta sé ástæða þess að lestur blaðsins hafi minnkað stórlega og rýrnað. Tæknibreytingar hafa þó eflaust eitthvað um það að segja enda hefur lestur dagblaða minnkað um allan heim.

Það sem Ástþóri gremst svo í umfjöllun Morgunblaðsins eru eftirfarandi orð sem rituð voru í nafnlausa dálknum Nóttin sem birtist reglulega á Mbl.is en þar er gerð grein fyrir skemmtanalífinu og þá einna helst ef sést til þekktra Íslendinga á þeim vettvangi:

Með kjúk­lingashaw­arma í ann­arri og Fendi-tösku í hinni hitti Nótt­in Ástþór Magnús­son ei­lífðarfor­setafram­bjóðanda. Herra Friður 2000 var að safna und­ir­skrift­um. Þrátt fyr­ir ölv­un­ina datt Nótt­inni ekki í hug að skrifa und­ir. Nótt­in er enn að bíða eft­ir betri kandí­dat. Hún á von á því að vin­ur pabba bjóði sig fram um pásk­ana. Þegar Nótt­in áttaði sig á því að eini maður­inn sem talaði við hana allt kvöldið var Ástþór Magnús­son ákvað hún að kasta inn hand­klæðinu.“

Nóttin er ung

Ástþór segist þetta kvöld hafa verið á leiðinni af styrktartónleikum fyrir fórnarlömb á Gaza en þá hafi þrír einstaklingar orðið á vegi hans:

„Á vegi mínum heim urðu á leið minni þrjú ungmenni sem sögðust vera „blaðamenn“.“

Hann segir að unga fólkið hafi bersýnilega verið undir áhrifum áfengis en hann sjálfur og maðurinn sem var í fylgd með honum hafi verið allsgáðir:

„Ég gekk beinustu leið frá umræddum styrktartónleikum með palestínumann mér við hlið sem við hjá Friði 2000 höfum tekið undir okkar verndarvæng og veitt húsaskjól ásamt konu hans og fjórum börnum þeirra sem urðu að flýja stríðsástand í sínu heimalandi. Þau bíða eftir því að komast aftur til síns heima þegar friður kemst á. Hvorugur okkar hafði bragðað dropa af áfengi þennan dag þegar úturdrukkið unglingagengi á vegum Morgunblaðsins varð á leið okkar.“

Ástþór gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Morgunblaðsins um framboð sitt og hvetur kjósendur til að kynna sér stefnumál hans milliliðalaust.

Bloggfærsluna má lesa í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum