fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar sem stunda lyftingar og styrktarþjálfun hækka testósterónið í líkamanum, nokkuð sem flestum körlum finnst eftirsóknarvert. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ávinninginn af líkamsrækt og styrktarþjálfun vera mikinn, listinn sé endalaus. Ágústa, sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni, greinir líka frá því hvernig hlutirnir hafa þróast frá því að hún stofnaði lítið líkamsræktarstúdíó með Jónínu Benediktsdóttur sem kallað var Eróbikk stúdíó.

Markaðurinn - Ágústa Johnson  - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ágústa Johnson - 3.mp4

„Ég segi, það er ekkert ánauð sem eykur vellíðan manns, þú færð þetta svo hundraðfalt til baka, aukin orka, meiri vellíðan, betri svefn, það er endalaust,“ segir Ágústa.

„Það er eitt sem mér finnst ekki hafa verið nógu mikið talað um, en við styrktarþjálfun hækkar testósterón í körlum og það er eitthvað sem flestir karlar eru til í. Sumum finnst kannski bara fínt að sitja í sófanum og er alveg skítsama þó þeir séu allir að drabbast niður en eru kannski til í að hafa testósterónið í lagi og þá er það hvatning. Það er bara svo margt í þessu, það eru svo óteljandi margir hlutir sem gefa þér ávinning af hreyfingu og styrktarþjálfun, listinn er endalaus.“

Ágústa segir heilsuræktarbransann hafa breyst mikið síðan hún opnaði lítið stúdíó með Jónínu Benediktsdóttur 1986.

„Við byrjuðum með lítið 250 fermetra stúdíó, sem kallaðist Eróbikk stúdíóið, sem var nýjung. ég var þá nýbúin í námi í Bandaríkjunum og kynntist þar aerobics sem við skírðum bara eróbikk. Það gekk út á það að vera í taktföstum hreyfingum í 45 mínútur til klukkutíma með tónlist og hafa bara gaman af því.“

Ágústa segist sjálf hafa fallið algerlega fyrir eróbikk þegar hún var úti í Bandaríkjunum í námi. „Ég var reyndar áður búin að vera með hóp hérna heima á sumrin í Jane Fonda leikfimi. Það var náttúrlega svona fyrsta æðið sem kom. Þetta var bara eitthvað prógramm sem Jane Fonda gerði og gaf út á kassettu og bók. Mér áskotnaðist þetta þegar mamma fór til útlanda og keypti þetta og kom með þetta heim. Ég fór eitthvað að skoða þetta og það endaði með því að ég og vinkona mín fórum að gera þessar æfingar og komumst í rosagott form á stuttum tíma þannig að allar vinkonurnar sögðu: Hvað eruð þið að gera? Það varð til þess að það varð til hópur og svo vatt þetta upp á sig.“

Hún segir að þetta hafi þótt skrítið. „Við byrjuðum með sjónvarpsþætti á RÚV, 1987, ef ég man rétt, og þar vorum við með mikið fjör og hljóð sem voru í takt við þetta allt saman. Það var bara starað á mann úti á götu, allt mjög skrítið. Þetta var náttúrlega eiginlega eina sjónvarpsstöðin á þessum tíma.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ágústa rifjar upp að á þessum tíma voru komnar ein eða tvær lyftingastöðvar og þetta hefði allt verið að fæðast. Þarna í byrjun hefðu stöðvarnar verið mjög frumstæðar en aðalatriðið hefði verið að þetta var gaman. „Þetta varð mjög vinsælt, mjög fljótt. Stúdíóið hjá okkur sprengdi allt utan af sér. Við vorum ekki nema tvö ár í Borgartúninu og svo fluttum við í Skeifuna og fengum rými þar og svo fengum við tækifæri þar til að stækka held ég fjórum sinnum, fengum alltaf meira og meira rými, alltaf meiri og meiri aðsókn. Þarna var komið eitthvað alveg nýtt og fólki fannst gaman, einmitt, að koma og hreyfa sig með öðrum og, svona, þessi hóptímastemning. Það sem mér finnst svo vænt um og finnst svo gaman að er að hóptímarnir eru í grunninn enn þá svona ótrúlega vinsælir.“

Hún segir hóptímana alltaf hafa verið kjarnastarfsemina í hennar fyrirtæki, allt frá upphafi, ólíkt sumum öðrum á markaðnum, sem hafi sprottið úr tækjasölum og út í hóptíma.

„Það er svo mikil fjölbreytni í boði og það sem er svo gaman að sjá er að í rauninni hefur heilsuræktin ekkert breyst í grunninn. Mismunandi afbrigði hafa komið fram, eins og spinning og pallatímar voru mjög vinsælir á tímabili, en eru það ekki lengur. Þetta er búið að þróast mikið en í grunninn er þetta samt mjög svipað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture