fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 24. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eigum bara einn skrokk og. verðum að passa upp á hann eins og við getum. Rannsóknir hafa sýnt að styrktaræfingar eru lykilatriði að bættum lífsgæðum og jafnvel langlífi. Það þarf ekki einu sinni að æfa mikið, nóg að gera það tvisvar til þrisvar í viku í 20-30 mínútur í senn. Síðan er líka mikilvægt að huga að liðleika og jafnvægi. Ef við notum ekki skrokkinn eigum við á hættu að missa hann. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ágústa Johnson  -2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ágústa Johnson -2.mp4

„Við getum aukið lífsgæðin okkar til muna með því að stunda reglulega heilsurækt og það þarf ekki einu sinni að vera svo mikið, bara æfa tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ágústa.

„Það er nóg að æfa í 20-30 mínútur tvisvar til þrisvar í viku í markvissri þjálfun þar sem þú ert í lyftingum. Síðan geturðu tekið jógatíma eða göngutúra, það er endalaust margt í boði og þetta þarf ekki að vera flókið.“

Hún segir það koma sífellt skýrar fram í rannsóknum að styrktarþjálfunin sé algert lykilatriði. „Þú þarft að styrkja líkamann til þess að koma í veg fyrir þessa vöðvarýrnun sem á sér stað með aldrinum og það er lykillinn að þessum bættu lífsgæðum og jafnvel langlífi. Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að styrktarþjálfun stuðlar að langlífi. Við erum að ýta undir endurnýjun frumna, eins og maður segir: Ef við erum ekki að nota það þá missum við það.“

Já, já, „use it or lose it!“

„Use it or lose it, akkúrat. Það er ótrúlega áhugavert. Menn hafa alltaf vitað að það er gott að stunda líkamsrækt en fleiri og fleiri rannsóknir styðja það að það er bara nauðsynlegt ef þú vilt hafa lífsgæði, vera virkur, út ævina. Það er ekkert spennandi tilhugsun að þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur, kannski yfir 65 ára aldur eða sjötugt, að þá sértu orðinn hálfgerður sjúklingur og getir ekki notið lífsins eins og þig langar til. Það sem við sjálf getum gert er svo gríðarlega mikið,“ segir Ágústa.

„Þetta er bara okkar val. Ég er alltaf svo undrandi á því að það séu ekki bara allir á fullu að hreyfa sig og styrkja sig og halda skrokknum í topplagi. bara á allan hátt: passa upp á svefninn, passa upp á næringuna og halda utan um þennan eina skrokk sem maður á eins vel og maður getur.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture