fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Eyjan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil harka virðist hlaupin í formannskjör KSÍ og virðast stuðningsmenn Vignis Más Þormóðssonar beita ýmsum meðulum til að reyna að koma höggi Guðna Bergsson, en könnun Vísis í vikunni sýndi að mjótt virðist vera á munum milli Guðna og Vignis, þótt fylgi við Guðna sé talið meira. Til úrslita dregur á morgun þegar kosinn verður nýr formaður sambandsins á ársfundi KSÍ og taugar einhverra frambjóðenda eða stuðningsmanna þeirra virðast nú þandar til fulls.

Eyjan hefur undir höndum fjölpóst sem sendur var fimmtudaginn 22. febrúar á flest félög innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Póstinum er augljóslega beint gegn Guðna Bergssyni og framboði hans. Sendandi er Björk Pálmadóttir, kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga, og er pósturinn sendur úr netfangi Menntaskólans.

Björk segir í upphafi póstsins að hún hafi „engan áhuga á fótbolta“ en henni hafi blöskrað sú þöggun sem ríkt hafi í Kastljósi er Guðni Bergsson var þar í viðtali 20. febrúar. Sakar hún Guðna um að hafa hylmt yfir kynferðisbrot sem formaður KSÍ, auk þess sem hann hafi gerst sekur um kvenfyrirlitningu og almenn óheilindi.

Sakar Björk spyrilinn í Kastljósi um að hafa tekið þátt í þöggun Guðna á ofangreindu. Greinilegt er að Björku er heitt í hamsi og þrátt fyrir áhugaleysi hennar á fótbolta má hún ekki til þess hugsa að Guðni verði kjörinn formaður KSÍ á nýjan leik.

Í pósti Bjarkar kemur ekkert fram sem gefur til kynna að hún tengist öðrum hvorum mótframbjóðanda Guðna – aðeins að framboð Guðna misbjóði henni sem sómakærri manneskju. Hún setur fram ýmsar aðdróttanir í garð Guðna.

Eyjan hefur einnig undir höndum skjáskot með mynd, sem hefur verið í umferð á samfélagsmiðlum í dag, af Björku Pálmadóttur og Vigni Má Þormóðssyni. Ekki ber á öðru en að allt fólkið á þeirri mynd sé vel kunnugt, en myndin virðist vera sjálfa sem Vignir Már tók á ferðalagi. Vignir Már og Björk eru á svipuðum aldri og bæði búsett á Akureyri.

Þá vekur enn fremur athygli að Björk, sem engan áhuga segist hafa á fótbolta, sendi póstinn gegn Guðna á netföng flestra helstu aðila innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Væntanlega hefur hún þurft að leggja verulega vinnu í að útvega sér þau öll.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar þykir ljóst að fjölpóstur Bjarkar gegn Guðna sé ekki sjálfsprottinn heldur liður í baráttu þeim formannsslag sem nú er í KSÍ.

Stuðningsmenn Guðna Bergssonar telja þessa fjölpóstsendingu gegn þeirra manni gefa til kynna að örvænting hafi gripið um sig í herbúðum Vignis Más og telja stuðningsmenn hans hafa farið niður á lægra plan en dæmi séu um innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Talað er um leðjuslag í því sambandi.

Eyjan hefur heimildir fyrir því að aðilar innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafi lýst áhyggjum af því að framboð Vignis Más sé runnið undan rifjum bræðranna Viðars og Jóns Rúnars Halldórssona í Hafnarfirði. Bræðurnir eru mjög umdeildir innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa verið áhrifamiklir innan Íslensks toppfótbolta, ÍTF.

Orðið á götunni fjallaði um þessi tengsl Vignis Más og Hafnafjarðarbræðranna í vikunni.

Kosið verðum um formann KSÍ um kl. 17 á morgun, laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum