fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 13:41

Jóhann Páll Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í gær gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að hafa með öllu brugðist í útlendingamálum og bíta svo höfuðið af skömminni með því að kenna Samfylkingunni um sitt eigið klúður. Benti hann á að það hefðu verið sjálfstæðismenn sem sent hefðu skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu til Venesúela um að allir þaðan gætu fengið viðbótarvernd hér á landi. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur svelt innviði og laskað velferðarkerfið og almannaþjónustuna og reynt væri að velta sökinni á viðkvæmustu hópa samfélagsins.

Frú forseti. Það hefur gripið um sig ákveðin taugaveiklun í Sjálfstæðisflokknum eftir að hv. þm. Kristrún Frostadóttir steig inn í umræðu um útlendingamál, málaflokk sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með í áratug og ekki náð að koma almennilegri stjórn á, hvort sem við lítum til sjónarmiða um mannréttindi eða bara til sjónarmiða um skilvirkni og skilvirka málsmeðferð. Nú segja Sjálfstæðismenn: Það er Samfylkingunni að kenna. Það er Samfylkingunni að kenna að við höfum klúðrað þessu. Var það Samfylkingin, virðulegi forseti, sem sat í dómsmálaráðuneytinu þegar send voru skilaboð til Venesúela um að allir gætu bara komið til Íslands og fengið hér viðbótarvernd? Nei, það var Sjálfstæðisflokkurinn. Og við vitum hvað gerðist svo þegar fólk var látið bíða og bíða vegna vandræðagangs í stjórnkerfinu og kostnaður fór úr böndunum. Hér er auðvitað ekki við fólkið að sakast heldur stjórnsýsluframkvæmdina.“

Jóhann sagði fólkið í landinu hafa fengið nóg af þeirri óreiðu sem ríkir í útlendingamálum. „Það er ákall um að tekin sé stjórn á málaflokknum og Samfylkingin mun ekki skorast undan því verkefni. Það sem við munum hins vegar aldrei gera er að kenna viðkvæmustu hópum samfélagsins um það hvernig innviðir í landinu hafa verið fjársveltir og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa farið með velferðarkerfið okkar og farið með almannaþjónustuna í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?