Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er undir forystu Jóns Sigurðssonar, hagnaðist um 2,6 milljarð króna á liðnu ári. Það er jákvæð breyting frá árinu á undan en þá var tap á félaginu.
Stoðir eru eitt öflugasta fjárfestingarfélag á Íslandi með eiginfjárstöðu sem nemur um 49 milljörðum króna. Félagið er skuldlaust.
Meðal helstu eigna félagsins eru hlutabréf í Arion banka, Kviku og Símanum þar sem félagið er leiðandi hluthafi.
Stoðir hafa einnig fjárfest í óskráðum félögum, meðal annars í ferðaþjónustu og landeldi.