fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Fjölmiðlamenn langar á þing en byr ræður för

Eyjan
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Þórður Snær Júlíusson á Heimildinni telji sig eiga erindi á Alþingi og líti svo á að tækifæri gefist fyrir þá í komandi kosningum, hvort sem kosið verður á þessu ári eða ekki fyrr en 2025. Vaxandi líkur eru taldar á að kosið verði snemma á komandi hausti vegna margvíslegrar óeiningar innan ríkisstjórnarflokkanna.

Eitt er að langa á þing og annað er að hljóta brautargengi. Orðið á götunni er að hvorugur þessara manna muni hafa erindi sem erfiði láti þeir reyna á möguleika sína til að ná kjöri til Alþingis. Fyrir því liggja mismunandi ástæður en þessir tveir fjölmiðlamenn eiga fátt annað sameiginlegt en að miðlar þeirra hafa haft leynilegt samstarf um ýmis mál sem ekki hvað síst tengjast aðför að tilteknum fyrirtækjum þar sem málefni Samherja rísa hæst. Samstarf þetta vekur sífellt meiri furðu.

Talið er að Þórður Snær Júlíusson líti nú hýru auga til Samfylkingarinnar eftir að fylgi flokksins tók að vaxa gríðarlega sem leiðir til þess að í næstu kosningum hljóti margir nýjir þingmenn að komast á Alþingi á vegum flokksins. Formaðurinn er þó vel á verði gagnvart ýmsum lukkuriddurum sem hagsa sér gott til glóðarinnar vegna þessarar stöðu. Fram til þessa hefur verið litið á Þórð Snæ sem grjótharðan sósíalista sem ætti helst heima í flokki Gunnars Smára frekar en í Vinstri grænum. Enginn hefur til þessa orðið var við að hann væri mikill krati í sér. Nema þá allt í einu núna þegar fylgið sópast að flokknum.

Forysta Samfylkingarinnar er trúlega ekki ginkeypt fyrir inngöngu hans í flokkinn við þessar aðstæður. Svo bætist það við að Þórður Snær og félagar hans hafa stöðu grunaðra og eiga yfir höfði sér óútkljáð sakamál sem er í höndum sýslumannsembættisins á Norðurlandi. Þórður lagði heila opnu undir í blaði sínu, Heimildinni, nú um helgina til að reyna að hvítþvo sig af málinu enda getur enginn maður náð árangri í framboðum ef hann er með opin sakamál hangandi yfir höfði sér.

Orðið á götunni er aftur á móti það að enginn vafi leiki á að Stefán Eiríksson hafi verið sjálfstæðismaður allt frá unglingsárum. Hann var meðal annars í forystusveit ungra hægrimanna í Háskóla Íslands og gegndi trúnaðarstöðum fyrir Vöku á námsárum sínum þar. Stefán er gæddur ýmsum hæfileikum og óhætt er að gera ráð fyrir því að meðaltal gáfnavísitölu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins myndi hækka talsvert við inngöngu Stefáns í þingflokkinn.

Vandi Stefáns er aftur á móti sá að óvinsældir RÚV vaxa stöðugt undir forystu hans þar og hvert vandræðamálið hefur rekið annað. Núna síðast er Eurovision-þátttaka Íslands í mikilli klemmu vegna afstöðu til Ísraels. Stefán hefur slegið úr og í og víst er að það er alveg sama hvernig málið verður leitt til lykta því stór hópur mun alltaf verða gríðarlega ósáttur og kenna Stefáni um niðurstöðuna. Við slíkar aðstæður þýðir lítið að gefa kost á sér í prófkjöri til að reyna að ryðja sitjandi þingmönnum í burtu, því andstætt við Samfylkinguna þá bendir flest til þess að Sjálfstæðisflokkurinn tapi mörgum þingsætum í komandi kosningum.

Víst er að hefð er vissulega fyrir því að fjölmiðlamenn hafi ítrekað náð góðum árangri á Alþingi og í ríkisstjórnum. Um það vitnar fjöldi dæma. Ýmsir fyrrum fjölmiðlamenn eiga nú sæti á Alþingi. Dæmi um það eru Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrum blaðamaður á Stundinni, Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum fréttamenn á RÚV og Óli Björn Kárason, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu. Ef litið er lengra aftur þá hafa margar kanónur íslenskra stjórnmála átt feril að baki á fjölmiðlum áður en þeir tóku sæti á Alþingi. Þar má nefna áður ritstjórana Þorstein Pálsson, Össur Skarphéðinsson, Ellert Schram, Sigmund Erni Rúnarsson og loks þrjá ritstjóra Alþýðublaðsins; Jón Baldvin Hannibalsson, Vilmund Gylfason og Sighvat Björgvinsson – risastór nöfn á risasmáum miðli. Ekki má gleyma Eiði Guðnasyni, sem fór á þing eftir farsælan feril sem fréttamaður. Davíð Oddsson og Geir H. Haarde voru báðir sumarmenn á Morgunblaðinu á yngri árum og ýmsa fleiri mætti nefna.

Orðið á götunni er að það geti verið mikið forskot fyrir þá sem sækjast eftir þingsetu að hafa áður getið sér gott orð á fjölmiðlum. Að þessu sinni muni það ekki leiða til kosningar þeirra Stefáns og Þórðar Júlíussonar. Hins vegar þyrfti ekki að koma á óvart þótt einhverjir aðrir úr hópi þekktra fjölmiðlamanna yrðu í hópi nýrra þingmanna eftir næstu kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”