fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Þorgeirsson: Elstu menn á Íslandi muna ekki nema þrjár vikur aftur í tímann

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vitum ekki hvaða birgðir af matvælum eru til í landinu og enn hefur matvælaöryggi ekki verið skrifað inn í þjóðaröryggisstefnu okkar Íslendinga þrátt fyrir góð áform bæði í bankahruninu og Covid. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir gullfiskaminni hrjá Íslendinga þegar kemur að því að gera ráðstafanir varðandi matvælaöryggi þjóðarinnar. Gunnar er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 5.mp4

„Ég segi nú, sko, elstu menn á Íslandi muna ekki nema þrjár vikur,“ segir Gunnar og skellir upp úr. „Menn eru bara löngu búnir að gleyma þessu öllu saman. Það er dálítið eftirminnilegt að í bankakreppunni 2008 höfðu menn talsverðar áhyggjur af því hver væri staða framleiðsluvara á Íslandi í fæðulegu tilliti ef allt myndi stoppa og við ættum ekki gjaldeyri og gætum ekki flutt neitt inn. Þá voru miklar væntingar um það að menn myndi skrifa inn í þjóðaröryggisstefnuna birgðahald á matvælum á Íslandi. Það voru nú nokkrar lærðar greinar skrifaðar um það. Svo gleymdum við því náttúrlega alveg um leið,“ segir Gunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Svo vaknaði þetta aftur upp í Covid, þá sögðu menn: Hvað eigum við af mat? Þá rifjuðu menn upp að til hefði staðið að gera fæðuöryggisstefnu og skilgreiningu á því hvað er til af mat. Nú svo leið Covid. Ég bind aðeins væntingar við það að nú á að fara að endurskoða almannavarnalögin á Íslandi. Ég segi: Hluti af almannavörnum á Íslandi hlýtur að vera fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar ef það kemur til almannavarnaástands. Og ég hef svona væntingar um að menn fari nú að skrifa þetta einhvers staðar þannig að við vitum hvað við eigum og til hve langs tíma.“

Gunnar segir að mörgu að hyggja í þessum efnum. Við framleiðum t.d. aðeins um tvö prósent af því kornmeti sem við notum meðal annars í brauð og bjórbruggun. „Við erum mjög háð innflutningi en við vitum ekkert hvað er til af birgðum. Það er mjög alvarlegt og við höfum ítrekað rætt það við yfirvöld hvernig við skilgreinum þörf íslenskrar þjóðar til lengri tíma heldur en sex vikna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Hide picture