fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Þorgeirsson: Engin samkeppni á prentmarkaði eftir að Árvakur keypti prentsmiðju Fréttablaðsins og fargaði henni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt síðustu mælingu er Bændablaðið mest lesna blað landsins. Blaðið er fjölbreytt og höfðar síður en svo eingöngu til bænda. Það liggur frammi á hundruðum staða um allt land, auk þess að vera dreift til áskrifenda og félagsmanna í Bændasamtökum Íslands. Hætt var dreifingu á öll lögbýli í landinu eftir að Pósturinn hækkaði fjöldreifinguna um tugi prósenta um áramót. Þá er prentkostnaður hár og engin samkeppni er á þeim markaði eftir að útgefandi Morgunblaðsins keypti prentsmiðju Fréttablaðsins og lét farga henni. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 6.mp4

„Við erum gríðarlega stolt af þessu blaði. Þetta hefur bara þróast svona í gegnum árin. Blaðið er alltaf að verða umfangsmeira en það sem við höfum líka verið að ýta að er að hafa efnið fjölbreytt. Það sem kom okkur mest á óvart í síðustu könnuninni er að aldurshópurinn 18-27 ára er að stækka umtalsvert. Þetta er ekki gamalmennablað, þetta er fyrir alla,“ segir Gunnar.

Hann segir blaðið liggja frammi á 490 stöðum um allt land hjá sundlaugum, í sjoppum, bensínstöðvum og mjög víða. Síðan sé því dreift ókeypis til allra félagsmanna í Bændasamtökum Íslands. Einnig sé hægt að gerast áskrifandi að blaðinu og fá það sent heim. Þá sé það sent í pósti og áskriftargjöldin séu fyrir sendingunni en ekki blaðið sem slíkt.

Á síðasta ári og fram á þetta ár var Bændablaðinu einnig dreift á öll lögbýli á landinu en eftir að Pósturinn hækkaði fjöldreifinguna um áramótin um 60 prósent og Gunnar segir að við það hafi engin glóra verið í að senda blaðið svo víða. Gunnar segir áskrifendur vera orðna æði marga.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Stefnan á blaðinu er sú að auglýsingar mega ekki fara yfir 40 prósent af skrifuðu efni og miðað við eftirspurn eftir auglýsingum gætum við verið með blaðið 100 síður á 14 daga fresti, en það kemur þá aftur niður á prentkostnaði og dreifingarkostnaði. Prentkostnaður hefur hækkað gríðarlega, hækkaði þegar stríðið byrjaði. Það var skortur á pappír og skortur á hinu og þessu þannig að það endaði á því að prentkostnaður hækkaði um 40 prósent, held ég. Svo er öll samkeppni horfin hér á landi. Árvakur keypti prentsmiðju Torgs og reif hana,“ segir Gunnar og bætir svo við:

„Ég er nefnilega prentari að uppruna.“

Já, ég vissi það ekki.

„Ég lærði offsetprentun þegar ég var ungur maður þannig að ég þekki þennan bransa ansi vel.“

Þið eruð miklu meira lesið blað en Morgunblaðið, svo ekki sé minnst á aðra prentmiðla.

„Blaðið kemur auðvitað bara út á 14 daga fresti og er ekki dagblað sem slíkt en það endist ansi vel hjá fólki. Maður skynjar það á fólki, alla vega þeim sem ég þekki, þeir taka þetta með sér í sumarbústaðinn og rýna þetta heila helgi og eina viku ef svo ber undir. Þetta er öðruvísi lesefni heldur en dagblað.“

Já, maður sér það. Dagblaðið er að keppa dálítið við netið og netið er nú oft búið að færa manni fréttirnar þannig að listin er að vera með eitthvað sem maður staldrar við. Ég fletti í gegnum þetta blað og ég mun taka það heim með mér og dunda mér í gegnum það.

„Það er gott að heyra,“ segir Gunnar og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture