fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Seðlabankinn hefði átt að lækka vexti til að gefa von um bjartari tíma fram undan, segir Gunnar Þorgeirsson

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og málum er komið í íslenskum landbúnaði, þegar horft er til vaxtakostnaðar og kröfu um að vörur megi ekki hækka, eru margir bændur komnir í þá stöðu að vinna algerlega launalaust, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hann segir íslenska bændur, sem þurfa að borga 13 prósent vexti, standa í samkeppni við evrópskar landbúnaðarafurðir sem fluttar eru hingað inn á sama tíma og bændur innan ESB borgar 3-4 prósent vexti af sinni fjármögnun og finnst nóg um. Gunnar er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gunnar Þorgeirsson - 1.mp4

„En, á sama tíma, í öllum þessum hækkunum, þá byrjar Seðlabankinn að hækka stýrivexti eins og enginn sé morgundagurinn og, eins og við höfum öll upplifað, þeir eru nú í hæstu hæðum. Okkur er gert hér heima að vera í vaxtastigi upp á einhver 13 prósent, eða eitthvað svoleiðis, á meðan við erum að keppa við afurðir frá hinn stóru Evrópu sem eru á vaxtastiginu 3-4 prósent og þeim finnst það svakalegt,“ segir Gunnar.

Þeir kveinka sér undan því!

„Á sama tíma er verið að flytja inn afurðir á grundvelli þessa og menn eru bara í samkeppnisstöðu sem er mjög erfitt að eiga við. Ég velti svolítið fyrir mér í þessu þjóðarsáttarmáli í kjaraviðræðum í augnablikinu, þar sem er verið að fara að maður vonar skynsama leið í launaþróun. Við sem erum með starfsmenn á launum – í minni garðyrkjustöð eru einhver níu stöðugildi, sirka, og launakostnaður hefur hækkað alveg gríðarlega. Síðan kemur þetta vaxtastig ofan í það og þá veltir maður dálítið fyrir sér hvernig frumframleiðslan að lifa af ef það er samkomulag um að ekki megi hækka neitt,“ segir Gunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. hann hefði talið rétt að bankinn hefði fært vaxtastigið niður um einhverja punkta til að sýna viðleitni til að menn sæju eitthvað bjartari tíma fram undan.

Raunvextir eru orðnir alveg gríðarlega háir núna.

„Alveg svakalegt. Einyrkjar í framleiðslu sem eru með miklar fjárfestingar á bakinu, þeir sjá ekki aðrar leiðir heldur en að ná í þetta í verðlagningu á þeim afurðum sem verið er að framleiða. Það er ekkert svigrúm til hagræðingar af þessum skala“

Gunnar segist telja framleiðsluna hér á landi vera búna að taka á sig alla þá hagræðingu sem hægt sé að taka á sig. „Hagræðingin nú gengur út á það að ganga á launalið framleiðenda, eða bænda, og í þessum tölum sem við erum að horfa á er launagreiðslugeta mjög margra bara núll krónur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Hide picture