fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Bjarni ræddi hælisleitendamál á Útvarpi Sögu – „Við verðum að herða reglurnar“

Eyjan
Föstudaginn 9. febrúar 2024 15:30

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður við umsýslu vegna hælisleitenda sé orðinn gegndarlaus og það sé „gríðarlega brýnt af mörgum ástæðum“ að taka á þeim vanda. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna á Útvarpi Sögu í dag. Bjarni segir að þessi útgjöld séu komin upp í 20 milljarða á ári og stór hluti af þeim kostnaði falli til vegna umsókna um alþjóðlega vernd sem síðan sé hafnað. „Þetta jafnast á við að reka heilsugæslu í landinu,“ sagði Bjarni, og einnig: „Þetta er svakaleg tala og hún er ekki að hjálpa okkur við að kenna íslensku eða við aðlögun.“

Bjarni segir að meginvandinn liggi í sérreglum sem hér gilda en í fæstum nágannaríkjanna. Annars vegar það að hér geta einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki einnig fengið umsókn um vernd hér tekna til meðferðar. „Þetta er rúm regla og óalgeng,“ segir Bjarni. Hins vegar nefndi hann að hér geti þeir sem hafa fengið vernd sótt um fjölskyldusameiningu án þess að sýna fram á tiltekinn dvalartíma í landinu. Hann bendir á að Danir samþykki ekki að taka fyrir beiðni um fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefur dvalist í landinu í tvö ár.

Bjarni greindi frá því að frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um móttöku hælisleitenda sé nánast tilbúið og hann telur brýnt að það verði að lögum í vor. Í því frumvarpi er m.a. tekið á þessum tveimur atriðum.

Bjarni segir að byrðin af því að taka á móti allt of mörgum umsóknum um alþjóðlega vernd sé afar þung og hún sé tilkomin vegna þess að okkar lagaumgjörð um þessi mál sé frjálslegri en annars staðar. „Við verðum að herða reglurnar,“ segir Barni. „Það sem við mér blasir er mynd af kerfi sem er sprungið.“

Bjarni sagðist frekar vilja verja auknum fjármunum í íslenskukennslu og annað sem stuðlar að inngildingu og aðlögun að samfélaginu en að eyða svo miklum fjármunum í afgreiðslu umsókna. „Það bíður okkar ekkert annað en það sem hefur gerst í nágrannalöndunum ef við bregðumst ekki við í tíma.“ Segir hann að aðlögun innflytjenda að samfélögum í nágrannaríkjunum hafi mistekist svo herfilega að það hafi orðið að risastóru samfélagslegu viðfangsefni og pólitísku deiluefni sem hafi mikil áhrif á fylgi flokka í kosningum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu