fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Diljá hefur áhyggjur af stöðunni: „Stóraukin umsvif alþjóðlegra glæpahópa“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 08:05

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af stöðu mála við landamærin.

Diljá skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún vekur athygli á þessu.

„Lög­reglu­yf­ir­völd hafa lengi varað við auk­inni ógn vegna skipu­lagðrar brot­a­starf­semi sem fer þvert á landa­mæri. Gengið svo langt að segja um­fangið og stöðuna vera grafal­var­leg. Stór­auk­in um­svif alþjóðlegra glæpa­hópa eru greini­leg hér á landi, m.a. á sviði fíkni­efna­sölu og man­sals. Skipu­lögð brot­a­starf­semi mun aðeins halda áfram að aukast verði ekk­ert að gert. Slíkt ástand er ógn við ör­yggi ís­lensks sam­fé­lags, ekki síst fólks í viðkvæmri stöðu. Veik­leik­ar á landa­mær­um eru helsta áhyggju­efnið og við ætt­um að leita allra leiða til að stoppa þar í göt­in,“ segir Diljá.

Hún segir að í ný­legri um­fjöll­un um Schengen-sam­starfið hafi hún bent á að það væru ýmis heima­til­bú­in vand­ræði sem yllu veik­leika landa­mæra okk­ar. Þannig værum við ekki að nýta okkur samstarfið og heimildir þess til fulls.

„Annað sem ég benti á er tregða er­lendra flug­fé­laga til að fara að ís­lensk­um lög­um og af­henda yf­ir­völd­um hér farþegalista fyr­ir komu til lands­ins.“

Diljá kveðst hafa miklar áhyggjur af þessum málum og því hafi hún lagt fram fyr­ir­spurn á Alþingi til dóms­málaráðherra.

„Ann­ars veg­ar um hvernig það sé tryggt að er­lend flug­fé­lög sem fljúga hingað til lands fram­fylgi laga­legri skyldu sinni um að af­henda upp­lýs­ing­ar um farþega og áhöfn. Ráðherr­ann hafði áður upp­lýst að upp­lýs­ing­ar væru veitt­ar um mik­inn meiri­hluta flug­f­arþega og að unnið væri að því að ná utan um aðra. Ég hef einnig óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um það hvaða viður­lög­um sé beitt brjóti flug­fé­lög gegn þess­ari laga­skyldu og hvort dæmi séu um það.“

Hins vegar kveðst Diljá hafa lagt fram fyrirspurn um aukið eftirlit á landamærum okkar og til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að auka eftirlitið á landamærunum.

„Hvort til­efni sé til að koma á tíma­bund­inni vega­bréfa­skyldu eins og heim­ilt er skv. Schengen-sam­komu­lag­inu og víða hef­ur verið gert í Norður-Evr­ópu. Svíþjóð hef­ur t.a.m. oft­ar en einu sinni gripið til þeirr­ar ráðstöf­un­ar svo mánuðum skipt­ir vegna áhyggja af stöðu landa­mæra sinna. Sömu­leiðis hvort komi til álita að taka upp tíma­bundna upp­töku vega­bréfs­árit­ana frá til­tekn­um lönd­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið