fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Nú er hún Valhöll varla annað en stekkur

Eyjan
Laugardaginn 3. febrúar 2024 14:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkar eiga það til að breytast þegar að þeim kreppir. Það er gömul saga og ný. Þá hrökkva þeir einmitt undan. Og taka heldur betur til fótanna. Þeim er nefnilega gjarnt að flýja gömul gildi sín ef foringjarnir horfa fram á fylgishrun af fordæmalausu tagi.

Þá er breytt um kúrs. Og ef ekki sakir taugaveiklunar, þá vegna forherðingar.

En þeir fylgispöku klappa það svo upp. Eins og vel tamin trippi. Étandi úr lófa eigandans.

Þessa verður nú vart innan Sjálfstæðisflokksins. Og ætti sjálfsagt mörgum að bregða í brún að sú gamla meginstoð í íslenskum stjórnmálum, sem hefur verið flokka lengst við völd á lýðveldistímanum, skuli skreppa svona illa úr lið.

Það er ekki sjón að sjá málflutning hans þessa dagana. Það er sem hann blasi við þjóðinni í pólitískum fatla. Og þurfi hækjur sér til hjálpar.

Ástæðuna má auðvitað í öllum aðalatriðum rekja til þess að nú er hún Valhöll varla annað en stekkur. Fylgistapið það sem af er þessari öld – og einkum og sér í lagi síðasta hálfa annan áratuginn, sætir sögulegum tíðindum. Sjálft hryggjarstykkið við valdstjórnina, sem gekk að minnsta kosti að þriðjungi atkvæða vísum í hverjum kosningunum af öðrum frá því um og upp úr miðri síðustu öld, mælist nú eins og hver annar smáflokkur.

En svo er hann einmitt farinn að hegða sér samkvæmt því. Og ber þar heldur betur nýrra við, því sú var tíðin að aðrir minni máttar flokkar horfðu upp til Sjálfstæðisflokksins, ef ekki í laumi, þá á gægjum, af því að hann var breiðfylking sem höfðaði til fjöldans, frjálslyndur og víðsýnn í senn, sem trúði álíka mikið á frelsi einstaklingsins og alþjóðlegt samstarf, ásamt því að hafa ímugust á ríkisrekstri.

„Ef til vill hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið í pólitík um sína daga.“

En nú er hann kominn í keng. Lóðbeint fylgistapið hefur hrakið hann út í illa þefjandi skúmaskot þjóðmálanna sem ekki nema örvæntingarfyllstu fallistar hafa geð í sér til að að kenna sig við. Það er farið að ala á útlendingahatri. Þjóðinni stafi ógn af innflytjendum. Þar sé vanda hennar að finna. Og gildir einu þótt þessi sami flokkur hafi stjórnað þeim málaflokki í samfleytt meira en áratug. Það hafi bara allt farið úrskeiðis í þeim efnum. Og það sé aðkomufólki að kenna, en ekki flokknum.

Kemur þar kannski að kjarna málsins. Ef til vill hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið í pólitík um sína daga. Vera má að hann hafi verið svo upptekinn af því að halda völdum að stefna hans hafi mátt missa sín. Því hvorki hefur hann lækkað skatta né skorið báknið burt svo núlifendur þekki. Og hvað þá aukið atvinnufrelsi og sanna samkeppni. Hann hefur nefnilega verið upptekinn við annað. Völd sín.

Og merkilegast er, að þegar svona er komið fyrir flokki flokkanna, að hann skuli flýja inn í smæð sína, en ekki leita uppi sjálfan sig í því stóra og breiða sem ólíkasta fólk getur tekið undir. Hann virðist vera búinn að gleyma grunngildum sínum og hrökklast frekar inn í afkimana, út á ystu eggjar íhaldsins og afturhaldsseminnar. Og kýs að titra þar skelfingu lostinn, jafnvel froðufellandi, með fingur á lofti.

Vera kann að aðrir stjórnmálaflokkar geti lært eitthvað af þessum hrakningum Sjálfstæðisflokksins. Til þess standa þó ekkert endilega miklar líkur. Það er nefnilega svo að í stjórnmálum getur verið einna  þægilegast að taka málfundina fram yfir pólitík – og álykta fremur en að aðhafast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
07.12.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?