fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sigurð Kára tikka í öll box sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum – styðji gamla og misheppnaða hugmynd formannsins

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:24

Sigurður Kári Kristjánsson mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi stjórnarformaður Náttúruhamfaratrygginga Íslands hefur allan bakgrunn til að gera tilkall til að komast á ný í fremstu röð forystumanna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut. Hann gerir sérstaklega að umfjöllunarefni grein eftir Sigurð Kára sem birtist i vikunni þar sem hann skrifar um að hamfarirnar í Grindavík sýni fram á nauðsyn Þjóðarsjóðs til að mæta óvæntum áföllum vegna náttúruhamfara.

Ólafur rifjar upp að það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur kom með hugmynd um Þjóðarsjóð og hafi ítrekað hreyft þessari hugmynd á undanförnum árum við litlar sem engar undirtektir.

Hann hafnar þeim röksemdum Sigurðar Kára að betra sé að setja afrakstur af náttúruauðlindum í sérstakan sjóð til að mæta óvæntum áföllum og bendir á að myndarlegur arður sem Landsvirkjun greiðir til ríkisins á hverju ári renni nú í ríkissjóð og nýtist til að standa straum af rekstri. Ef þessir milljarðatugir yrðu teknir til annarra þarfa, t.d. lagðir í sjóð, myndu tekjur ríkisins minnka að sama skapi á móti, sem yki á halla ríkisins, en ríkissjóður hefur nú verið rekinn með halla í samfellt sex ár.

Hér er á ferðinni nákvæmlega sama hugmyndin og Bjarni Benediktsson hefur talað fyrir um árabil án þess að hún hafi hlotið hljómgrunn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að jafnan er bent á að þarna er á ferðinni hugmynd sem skilaði engu ef henni yrði hrint í framkvæmd …  Ef þær aðstæður koma upp í þjóðfélaginu að hið opinbera þurfi að taka á sig tjón vegna hamfara, hvort heldur er vegna eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða eða annars, þá mun engu breyta hvort fjármunirnir renna beint úr ríkissjóði eða úr sjóði sem stofnaður hefur verið með því að færa öruggar tekjur frá ríkissjóði og auka þannig hallann eins og hér er bent á.“

Ólafur segir Sigurð Kára, Verslunarskólagenginn manninn, eiga að skilja það mæta vel að hér sé einungis um færslur milli debet og kredit að ræða.

Ef stofnaður yrði Þjóðarsjóður missti ríkissjóður fastar árlegar tekjur sem nema tugum milljarða króna. Bæta þyrfti ríkissjóði þann missi með hækkuðum sköttum eða niðurskurði því varla er unnt að auka viðvarandi hallarekstur enn frekar en orðið hefur á síðustu sex árum. Nýr sjóður kallaði á umfang. Skipa þyrfti vel launaða stjórn yfir sjóðinn, ráða starfsmenn og sérfræðinga til að gæta að ávöxtun fjármunanna og ráða fólk til að annast útdeilingu styrkja þegar og ef á þyrfti að halda. Væntanlega yrðu einhverjir flokkshollir menn tilkippilegir að taka sæti í slíkri stjórn. Ekki hvað síst að veita henni forystu!

Ólafur rifjar upp að Sigurður Kári hefur verið forseti Nemendafélags Verslunarskóla Íslands, var formaður Orators hjá laganemum, fulltrúi stúdenta í háskólaráði HÍ, í stjórn Heimdallar og formaður SUS. Hann hefur einnig átt sæti í stjórn Heimssýnar, áhugamannafélagi þeirra sem vilja einangra Ísland sem mest frá umheiminum. Meðal félaga hans í þeirri stjórn hafa verið Vigdís Hauksdóttir, Jón Bjarnason, Ragnar heitinn Arnalds, Guðni Ágústsson og Hjörleifur Guttormsson.

Ólafur veltir fyrir sér hvort einkennileg liðveisla hans við gamla og misheppnaða hugmynd Bjarna Benediktssonar um Þjóðarsjóð, sem hann kallar sjóðasukk, gefi til kynna að Sigurður Kári sé nú að reyna að minna á sig – væntanlega þá fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi á næsta ári.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“

Nýr leiðtogi breskra íhaldsmanna er kölluð „Frú ekkert kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar

Stuðningsmenn Kamölu Harris í áfalli – Sjáðu myndirnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna

Lýsa Trump sigurvegara kosninganna