fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Eyjan

Segir ríkisstjórnina eins og Lísu í Undralandi

Eyjan
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson,  þingmaður Viðreisnar, lýsti frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við hina margrómuðu bókmenntapersónu Lísu í Undralandi, í umræðum á Alþingi í dag. Eins og Lísa vissi ríkisstjórnin ekkert hvert hún væri að fara þegar kæmi að heilbrigðismálum:

„Þegar Lísa í Undralandi spurði köttinn til vegar sagði hann á móti: Hvert ertu að fara? Ég veit það ekki, svaraði Lísa. Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur, sagði kötturinn. Þetta þekkta samtal úr leikriti Lewis Carroll frá árinu 1865 er óþægilega lýsandi fyrir vegferð ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, því miður.“

Hanna Katrín segir ríkisstjórnina hafa talað mikið um eflingu heilsugæslunnar til að draga úr álagi á bráðamóttöku Landspítalans. Það hafi hins vegar lítið sem ekkert gerst í þeim málum:

„Þau sem hafa reynt að bóka tíma hjá lækni vita að það er oftar en ekki ómögulegt því að það er búið að loka fyrir tímabókanir. Heimilislæknar búa við þær aðstæður að þeir hafa ekki undan að útbúa tilvísanir til annarra lækna, nú eða til sjúkraþjálfara eða tilvísanir fyrir stoðtæki, hækjur, fullorðinsbleiur eða eitthvað annað. Heilbrigðisstarfsfólkið okkar á annað og betra skilið en svona skriffinnsku- og tilvísanafargan, ekki síst þegar tilgangurinn er óljós og afleiðingarnar eru enn frekara álag á heilsugæsluna.“

Hanna Katrín segir að þeir auknu fjármunir sem ríkisstjórnin hafi sett inn í heilbrigðiskerfið hafi verið illa nýttir. Þingmenn Viðreisnar hafi fengið að heyra það frá þeim sem stýra heilbrigðisstofnunum landsins að nauðsynlegt sé að stýra heilbrigðiskerfinu betur annars sé fjármunum sóað. Hún segir nóg komið af afsökunum og ákall fólksins í landinu sé skýrt:

„Fólk vill bara heilbrigðiskerfi sem virkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður