fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson: Stjórnsýslan festir sig í smáatriðum og pólitíkin sér ekki skóginn fyrir trjánum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitíkin festir sig í aukaatriðum og nær engri yfirsýn þegar kemur að skipulagsmálum og stjórnsýslan festir sig í smáatriðum. Í 390 þúsund manna samfélagi ætti ákvarðanataka að ganga miklu hraðar fyrir sig en raun ber vitni hér á landi. Þorsteinn Víglundsson segir að skipulagsyfirvöld eigi að horfa á meginlínur á borð við hæð húsa, byggingarmagn og fleira til að hverfin verði falleg og skemmtileg en ekki að skipta sér af lit einstakra húsa eða byggingarefni þeirra. Þorsteinn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 5.mp4

„Okkur vantar enga hillumetra af opinberum skýrslum um það hvernig eigi að byggja íbúðarhúsnæði á Íslandi eða hvað eigi að byggja eða hvar eigi að byggja það,“ segir Þorsteinn. „Okkur vantar stöðugleika í efnahagslífið. Okkur vantar stöðugleika í vaxtaumhverfið okkar. Okkur vantar líka stöðugleika í hin opinberu afskipti af þessum markaði. Hið opinbera getur tryggt okkur stöðugleika með því annars vegar að tryggja okkur eins skilvirka afgreiðslu og mögulegt er í skipulagsmálum og byggingarleyfum og öðru þess háttar þannig að það sé ekki verið að verja árum, þremur eða fjórum árum eins og maður heyrir oft í undirbúningsferlið.“

Þorsteinn segir að fyrir 390 þúsund manna samfélag séum við alveg fáránlega hæg, þegar kemur að afgreiðslu mála varðandi húsbyggingar og skipulagsmál. Hann segir okkur ekki nýta með nokkrum hætti þá miklu nálægð sem er í okkar samfélagi sem ætti að gera það að verkum að við gætum tekið ákvarðanir með miklu skjótvirkari hætti en ella.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Stjórnsýslan hjá okkur festir sig í smáatriðum, pólitíkin festir sig í aukaatriðum en ekki heildaryfirsýninni. Skipulagsyfirvöld eiga ekki að vera að hlutast til um það hvaða lit við setjum á húsin eða hvort það sé þetta byggingarefni eða hitt eða hvernig markaðurinn er að takast á við sín daglegu viðfangsefni,“ segir Þorsteinn.

„Leyfum þeim, sem eru í framlínunni og þekkja best hvað er hagkvæmast eða best hverju sinni og taka á endanum áhættuna gagnvart kaupandanum, að ráða því hvernig þeir byggja húsin en einblínum þá á byggingarmagn, hæð, meginásýnd hverfa – stóru línurnar til að tryggja það að við séum að byggja skemmtileg og falleg hverfi sem er skemmtilegt að búa í en tínum okkur ekki í aukaatriðum máls.“

Þorsteinn segir þetta ferli taka allt of langan tíma hjá sveitarfélögunum sem valdi miklum tilkostnaði hjá aðilum á markaði. Þetta eigi sérstaklega við þegar verið sé að vinna að jafn mikilli þéttingu byggðar og nú er þar sem aðilar séu að kaupa upp dýrar lóðir og jafnvel einhverja starfsemi sem þar var áður þegar verið sé að rífa niður eldri byggingar. Þetta kalli á að skipulagsferillinn sé miklu fljótvirkari en hann er í dag. Hann sé allt of hægur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
Hide picture