fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson: Krónan kostar okkur hundruð milljarða – tillaga Vilhjálms Birgissonar á erindi í kjaraviðræðurnar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. janúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að lækka kostnaðinn við að búa hérna losnar úr læðingi gríðarlegu lífskjarabati fyrir okkur öll. Þorsteinn Víglundsson segir kostnaðinn vegna raunvaxtamunar við útlönd nema hundruðum milljarða á hverju ári hér á landi. Hann fagnar tillögu Vilhjálms Birgissonar um að fengnir verði óháðir erlendir sérfræðingar til að gera úttekt á kostum og göllum krónunnar og meta hvort við værum betur sett með annan gjaldmiðil. Annar gjaldmiðill gæti stóraukið alþjóðlega samkeppni á t.d. banka- og tryggingamarkaði hér á landi. Þorsteinn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 4.mp4

„Þetta er afbragðstillaga hjá Vilhjálmi og ég sakna þess nú að hún hafi ekki verið tekin meira inn í þessar kjaraviðræður. Þetta er stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki,“ segir Þorsteinn.

„Heiðarleg nálgun að gjaldmiðilsmálinu er að láta ekki fyrir fram gefna afstöðu til aðildar okkar að Evrópusambandinu, með og á móti, ráða afstöðu okkar í því hvort að krónan teljist vera góður gjaldmiðill eða ekki. Það er eðlilegra að komast að þeirri niðurstöðu, hvað kostar krónan okkur? Hvað getum við gert í því sjálf, þ.e. hvernig getum við aukið efnahagslegan stöðugleika? Það er mjög raunverulegt samtal til að eiga við verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld í gegnum úttekt á kostum og göllum krónunnar og hefði verið kjörinn vettvangur góðrar umræðu, án upphrópana, um það viðfangsefni. Síðan er bara að horfast í augu við þann veruleika sem þá við blasir ef niðurstaðan er sú að krónan sé of dýr gjaldmiðill, hvaða aðra kosti eigum við í stöðunni.“

Þorsteinn bendir á að Seðlabankinn hafi unnið góða úttekt á gjaldmiðlinum eftir hrun, 2012, sem lítið hafi reyndar verið gert með síðan og segir það e.t.v. vera dæmigert fyrir okkur Íslendinga að í hruni höfum við verið til í að grípa hverjar þær bjargir sem nærtækar voru en um leið og við komumst aðeins upp úr stærsta vandanum virðumst við gleyma flestu um það hvernig við lentum í honum. Hann telur það misráðið að hafa ekki tekið þetta mál betur inn í myndina í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Hann segir langtíma raunvaxtamuninn við okkar helstu viðskiptalönd vera í kringum þrjú prósentustig þegar horft er til undanfarinna áratuga og það muni um minna. Þegar teknar séu ríkisskuldir og skuldir heimila og fyrirtækja hlaupi kostnaðurinn af þessu á hundruðum milljarða.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Þetta hlýtur að vera viðfangsefni okkar, hvernig tæklum við þetta? Hvernig komumst við út úr þessu umhverfi? Að hvaða marki getum við lágmarkað álagið vegna eigin gjörða – vegna óstöðugleika í efnahagslífinu hérna heima fyrir – og að hvaða marki gæti það mögulega lækkað þennan raunvaxtamun okkar við útlönd þannig að við myndum þá horfast alla vega í augun við hvað teljum við raunhæft að við komumst langt og hvað stendur þá eftir af kostnaði gjaldmiðilsins.“

Þorsteinn segist sjálfur telja að kostnaðurinn vegna gjaldmiðilsins sjálfs sé verulegur. Þar komi til viðskiptakostnaðurinn, sem dragi úr samkeppni m.a. vegna þess að erlendir bankar vilji ekki fara í útlánastarfsemi hér gagnvart einstaklingum vegna gjaldmiðilsáhættu, smáu hagkerfi og viðlíka þáttum. Þessu til viðbótar nái margs konar alþjóðleg samkeppni ekki hingað til lands. Hann nefnir tryggingafélög sem dæmi.

„Ef við náum að lækka kostnaðinn við að búa hérna þá leysum við úr læðingi gríðarlegan lífskjarabata fyrir okkur öll,“ segir Þorsteinn Víglundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture