fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ástrós ráðin markaðsstjóri sameinaðs fyrirtækis

Eyjan
Mánudaginn 29. janúar 2024 10:30

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Fastus ehf. Um síðastliðinn áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert.

Hlutverk Ástrósar er að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu.

„Það er ákaflega spennandi að koma inn í nýtt starf sem er ekki fastmótað. Félagið á mikið inni í markaðsmálum og það er mitt hlutverk að leiða það verkefni farsællega.

Ég er virkilega árangursdrifin og legg mikinn kraft og metnað í þau verkefni sem að skipta mig máli. Mér finnst markaðssvið og fjármálasvið fyrirtækja almennt mega tala miklu meira saman. Það er mikilvægt að skilja rekstur fyrirtækja til að skila af sér arðbærum markaðsmálum. Það eru spennandi tímar fram undan hjá sameinuðu félagi og meginsviðum þess Fastus heilsu og Expert,“ segir Ástrós.

Ástrós hefur unnið við markaðsmál síðastliðin 5 ár. Síðast starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þar á undan var hún aðstoðarmaður Þórhalls Arnar Guðlaugssonar, Ph.D, prófessors við viðskiptafræðideild HÍ, og þar áður starfaði hún sem fjármálaráðgjafi hjá Arion banka. Ástrós er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og auk þess með verðbréfaréttindi.

Fastus er flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers, allt undir einu þaki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“