Vodafone hefur opnað fyrir Snjallheimsókn til fyrirtækja. Síðastliðinn október hóf Vodafone að senda tæknisérfræðinga heim til fólks en viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum og umfang þjónustunnar hefur því verið stækkað.
Vodafone býður nú líka fyrirtækjum að panta tæknisérfræðing á þeirra vegum til sín en tæknisérfræðingar Vodafone hjálpa fyrirtækjum að hámarka netgæðin. Þjónustan stendur öllum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu til boða, stórum og smáum og er ekki bundin við viðskiptavini Vodafone.
„Viðbrögðin hafa farið fram út væntingum okkar og fyrstu mánuðina heimsóttu Snjallhetjur Vodafone fleiri hundruð heimili. Við erum verulega þakklát fyrir þá endurgjöf sem viðskiptavinir okkar hafa komið með. Sú endurgjöf hefur leyft okkur að þróa þjónustuna frekar en viðskiptavinir gefa Snjallheimsókn 4,86 af 5 mögulegum og 96% segjast myndu mæla með Snjallheimsókn við aðra. Við erum spennt að geta nú boðið fyrirtækjum upp á enn þá persónulegri þjónustu með Snjallheimsókn,“ segir Trausti Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Vodafone.