fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Allir í stjórnarandstöðu nema VG

Eyjan
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að málefnum Grindavíkur frátöldum er sú sérkennilega staða uppi á Alþingi að þrír flokkar af átta sitja við ríkisstjórnarborðið, en allir, nema VG, eru í málefnalegri stjórnarandstöðu í flestum veigamestu dagskrármálunum.

Þetta er sannarlega ekki í fyrsta skipti, sem ágreiningur rís milli flokka í ríkisstjórn. En hitt hefur aldrei gerst áður að stærsti ríkisstjórnarflokkurinn hafi í jafn langan tíma um leið verið öflugasti flokkurinn í andstöðu við öll helstu mál ríkisstjórnar.

Með og á móti

Háttsemi af þessu tagi hófst fyrir alvöru í þessu stjórnarsamstarfi í byrjun heimsfaraldursins. Þá samþykktu ráðherrar sjálfstæðismanna allar sóttvarnaraðgerðir við ríkisstjórnarborðið en þingmennirnir og ráðherrarnir sjálfir töluðu gegn þeim úti í þjóðfélaginu.

Þessi einstaka pólitíska framganga að vera einhuga við ríkisstjórnarborðið en á móti í þjóðfélagsumræðunni nær nú til dagskrármála eins og:

Ríkisumsvifa, orkumála, umhverfis- og loftslagsmála, innflytjendamála, sjávarútvegsmála, bankasölu, Gazastríðsins, stjórnarskrármála og jafnvel EES- og Schengen reglna.

Á síðasta kjörtímabili tók andstaðan einnig til grundvallaratriða heilbrigðisstefnunnar. Það breyttist með nýjum heilbrigðisráðherra.

VG ver málefnastöðuna

VG ver hins vegar málefnastöðuna og einstaka ráðherra á hverju sem gengur. Við venjulegar aðstæður virkar heilbrigt stjórnarsamstarf einmitt þannig.

Stjórnarandstaða ráðherra og þingflokks sjálfstæðismanna í þessari ríkisstjórn sker sérstaklega í augu á þeim málasviðum þar sem ráðherrar hans hafa sjálfir borið stjórnskipulega ábyrgð óslitið í rúman áratug.

Hér er um að ræða allra heitustu dagskrármálin eins og ríkisfjármálapólitíkina og ríkisumsvifin, innflytjendamálin og orkumálin. Framsókn er líka í andstöðu við kyrrstöðupólitíkina í orkumálum.

Allt er þetta gert í nafni pólitísks stöðugleika. Reynslan sýnir hins vegar að hitt skiptir meira máli fyrir efnahagslegan og félagslegan stöðugleika að stjórnarflokkar þekki sinn málefnalega vitjunartíma en að þeir séu jöfnum höndum í stjórn og málefnalegri stjórnarandstöðu.

Pólitísk sjálfspíning

Forsætisráðherra greindi frá því fyrir skömmu að orkuráðherra hefði aldrei lagt neitt mál fyrir ríkisstjórn, sem ósamkomulag hefði verið um. Engar heimildir eru heldur um slíkt í tveimur fyrri ríkisstjórnum.

Hér virðast þingmenn sjálfstæðismanna aðallega vera í stjórnarandstöðu við eigin ráðherra og orkuráðherra við sjálfan sig.

Sama gildir um ríkisumsvifin. Engar heimildir eru um að fjármálaráðherra sjálfstæðismanna hafi síðastliðin tíu ár lagt annað til en samþykkt var. Þessi harða gagnrýni á vaxandi ríkisumsvif síðasta áratug er því einhvers konar pólitísk sjálfspíning.

Útlendingamálin

Aftur á móti hefur VG stöðvað áform dómsmálaráðherra um breytingar varðandi hælisleitendur.

Formaður Viðreisnar bauð ríkisstjórninni formlega fyrr í vetur að ræða breytingar á innflytjendamálum á breiðari grunni til að losa um kyrrstöðuna og ná niðurstöðu, sem gæti lifað næstu ríkisstjórn.

Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt því áhuga. Engu er því líkara en flokkurinn vilji fremur ganga til kosninga í andstöðu við þá stöðu, sem hann sjálfur hefur búið til, en að kanna möguleika á breiðara samstarfi.

Borga heilindi sig ekki?

Lykillinn að samstarfi stjórnarflokkanna felst í því að þeir drepa mál hver fyrir öðrum. Þar hallar nokkuð jafnt á flokkana. Afleiðingin er viðvarandi málefnaleg stjórnarkreppa.

Skoðanakannanir sýna svo að þessi málefnalega stjórnarkreppa hefur rýrt traust og fylgi allra stjórnarflokkanna.

Hitt er athyglisvert að sá flokkur, sem virðist vera heilsteyptastur í samstarfinu, tapar hlutfallslega mestu þótt hann hafi ekki gefið meira eftir.

Að sama skapi hefur stærsti stjórnarflokkurinn, sem gengur lengst í gagnrýni á málefnastöðu ríkisstjórnarinnar, tapað minna en hinir.

Gjörbreytt landslag

Vera má að þetta sýni að kjósendur meti heilindi í stjórnarsamstarfi ekki jafn mikils og áður. Erfitt er þó að fullyrða nokkuð um það.

Í því samhengi er rétt að hafa í huga að þrátt fyrir þessa öflugu stjórnarandstöðu stærsta flokksins við ríkisstjórnarborðið er hann í skoðanakönnunum orðinn um það bil tíu prósentustigum minni en Samfylkingin.

Þá er hann aðeins fimm prósentustigum stærri en Viðreisn og Miðflokkur, sem næstir koma í síðustu könnun Maskínu.

Svo virðist því vera sem þessi langvarandi málefnalega stjórnarkreppa sé að gjörbreyta pólitíska landslaginu. Er það vísbending um stöðugleika? Kannski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!