fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Vilja vísa hælisleitendum frá landinu

Eyjan
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 14:30

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málfundafélagið Frelsi og fullveldi hélt málfund á veitingahúsinu Catalínu í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Þar var samþykkt harðorð ályktun um málefni hælisleitenda. Frummælendur voru Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, og Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður.

Í lok fundarins var samþykkt einróma ályktun þar sem segir að gengið hafi verið of nærri innviðum landsins, skólum, heilbrigðisstofnunum og velferðarkerfi og því ekki forsendur fyrir frekari innflutningi hælisleitenda sem beri að stöðva. Gagnrýndur er meintur hóflaus fjáraustur af almannafé til málaflokks hælisleitenda og gerð krafa um að horfið verði frá stefnu samtaka um galopin landamæri heldur verði þau varin. Hælisleitendur sem fengið hafa hæli í öðru landi fái umsvifalausa frávísun og flugfélögum verði gert að leggja fram farþegaskrár sem skilyrði fyrir lendingarleyfi hér á landi.

Ályktunin er eftirfarandi:

Málfundafélagið FRELSI OG FULLVELDI hafnar ríkjandi stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda sem reist er á þeirri forsendu að landamæri landsins standi galopin að kröfu öfgasamtaka og fylgjenda þeirra. Málfundafélagið vill beita sér fyrir því að full stjórn sé á landamærunum í samræmi við fullveldi þjóðarinnar og ákvörðunarvald um hverjir komi hingað til lands.

Málfundafélagið hafnar hóflausum fjáraustri til málaflokks hælisleitenda. Málfundafélagið telur að gengið hafi verið of nærri innviðum samfélagsins í skólum og heilbrigðisstofnunum. Öngþveiti ríkir í húsnæðismálum. Engar forsendur eru því til áframhaldandi innflutnings hælisleitenda. Málfundafélagið fordæmir óraunhæfar hugmyndir um stórfelldan innflutning á fólki frá framandi menningarsvæðum á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar.

Málfundafélagið vill ná markmiðum í þessu efni með því að hælisleitandi sem fengið hefur alþjóðlega vernd í öðru ríki geti ekki sóst eftir slíkri vernd hér á landi.

Landamærin verði varin með því að skylda flugfélög til að leggja opinberum aðilum til farþegaskrár og vegabréfsupplýsingar. Lendingarleyfi hér á landi verði því aðeins veitt að þessari skyldu sé fullnægt. Þeim farþegum sem ekki uppfylla skilyrði til að koma til landsins verði vísað frá á flugvelli.

Málfundafélagið vill að hælisleitendastefna taki mið af reynslu nágrannaþjóða um aðlögun að innlendu samfélagi og að forðast verði að endurtaka mistök sem þær glíma nú við afleiðingar af.

Opinn fundur málfundafélagsins haldinn á veitingahúsinu Catalínu í Kópavogi 15. janúar 2024 krefst þess að íslenskar reglur verði samræmdar því sem gerist í nágrannalöndum í Evrópu og stöðvaður verði innflutningur hælisleitenda. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum