fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Segir ríkisstjórnarsamstarfið í mikilli hættu

Eyjan
Mánudaginn 22. janúar 2024 08:00

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna vantrauststillögunnar, sem Flokkur fólksins hefur boðað að lögð verði fram á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í dag, er ríkisstjórnarsamstarfið í mikilli hættu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ef vantrausti verði lýst á hendur Svandísi með atkvæðum eða hjásetu stjórnarþingmanna sé ólíklegt að ríkisstjórnin lifi það af.

Líklegt er talið að vantrauststillagan verði tekin fyrir á morgun eða miðvikudaginn. Segir Morgunblaðið ómögulegt að segja fyrir um afdrif hennar. Þau muni hugsanlega ráðast af hverjir láta hjá líða að greiða atkvæði, nú eða þá hverjir greiða atkvæði með eða á móti.

Bendir blaðið á að sú staða sé uppi að ekki sé víst að ráðherrar og aðrir stjórnarliðar lýsi yfir trausti á ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hins vegar sé heldur ekki víst að stjórnarandstaðan muni öll greiða atkvæði með vantrausti.

Segir blaðið víst að ekki geti allir stjórnarþingmenn hugsað sér að verja Svandísi vantrausti og muni sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Ef vantrausti verði lýst á hana með stuðningi eða hjásetu stjórnarþingmanna sé ólíklegt að ríkisstjórnin lifi það af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús