fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Hvað hafa hvalirnir unnið til saka?

Eyjan
Mánudaginn 22. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að vandræðaástandi í ríkisstjórninni magnist nú dag frá degi. Við blasir að vantrauststillaga verði lögð fram á Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna þeirrar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að hún hafi brotið bæði lög og meðalhófsreglu með fyrirvaralausu hvalveiðibanni í júní á síðasta ári. Einnig blasir við að ýmsir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna, fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins, hafa gefið til kynna að þeir kunni að styðja vantrauststillöguna.

Sjálfstæðismenn hafa sagst bíða viðbragða Vinstri grænna við áliti Umboðsmanns. Nú liggja viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur fyrir og orðið á götunni er að þau uppfylli ekki þær væntingar sem sjálfstæðismenn höfðu.

Svandís segist ætla að láta óháðan aðila fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og fá álitsgjafa til að gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar lagabreytingar.

Orðið á götunni er að vart þurfi óháða úttekt á stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða vegna þess að þetta er einmitt það sem Umboðsmaður Alþingis fór yfir og komst, sem kunnugt er, að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði brotið lög og farið gegn meðalhófsreglu íslenskrar stjórnsýslu. Þá verði einnig athyglisvert hvaða álitsgjafa ráðherra hyggist fá til að gera tillögur um úrbætur – mun Svandís leita í smiðju Stefáns Pálssonar, samflokksmanns síns, eða jafnvel kalla til Ólafana úr Bítinu á Bylgjunni sem hafa verið mun gagnrýnni á embættisfærslur hennar en Stefán?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook að nú heyrist því fleygt að í stað þess að matvælaráðherra axli ábyrgð á lögbrotum sínum með því að taka pokann sinn, jafnvel þótt það yrði aðeins á milli húsa í stjórnarráðinu, verði hvalirnir látnir víkja úr matvælaráðuneytinu og fluttir í annað ráðuneyti. Þorbjörg Sigríður spyr hvaða lög blessaðir hvalirnir hafi brotið og veltir því fyrir sér hvort það muni duga þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að hvalirnir fari frá Svandísi en ekki öfugt til að þeir verji ráðherrann í atkvæðagreiðslu um vantrauststillöguna.

Orðið á götunni er að farsinn í stjórnarráðinu og þingsölum nálgist nú hámark verði hvalirnir látnir axla ábyrgð á lögbrotum ráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi