Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gerir ekki ráð fyrir að halda vantrauststillögu sinni gegn Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, til streitu í ljósi breyttra aðstæðna.
Inga lagði fram tillögu sína fyrr í dag eins og boðað hafði verið. Búist var við því að stjórnarandstaðan myndi styðja tillöguna og hugsanlega einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ef tillagan yrði samþykkt hefði það í raun þýtt stjórnarslit.
Síðdegis í dag greindi Svandís hins vegar frá því að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hún er því komin í veikindaleyfi.
Morgunblaðið greinir frá því að Inga geri ekki ráð fyrir að halda vantrauststillögunni til streitu. Enginn bragur sé á því að leggja fram vantraust á einstakling sem sé ekki á staðnum til að verja sig.