fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fjórðungi bregður til fósturs

Eyjan
Laugardaginn 20. janúar 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa vikuna eru haldnir Læknadagar í Hörpu með fjölda málþinga og fyrirlestra um helstu nýjungar í læknisfræði. Erlendir vísindamenn skína skært í kappi við viðurkennda íslenska gáfumenn. Mikið hefur verið fjallað um ónæmiskerfið og umhverfisáhrif á sjúkdóma og þroska einstaklingsins. Reynt er að svara spurningunni hvort erfðir eða umhverfi ráði mestu um persónuleika og hamingju fólks.

Í Brennu-Njálssögu drepur Sigmundur Lambason Þórð nokkurn Leysingjason. Hann hafði áður fóstrað Skarphéðinn Njálsson. Þórður bar sig svo mannlega á dauðastundinni að Sigmundur sagði ekki kynlegt að Skarphéðinn væri hraustur því að fjórðungi brygði til fósturs. Hann heldur því þannig fram að fóstrið eða umhverfið ráði að einum fjórða. Aðra eiginleika sína í lífinu sækir einstaklingurinn til foreldra sinna og nafns í þessum hlutföllum.

Algengt var í Íslendingasögum að börn væru tekin í fóstur. Njáll á Bergþórshvoli tók þrjá nafnkunna pilta í fóstur og unni þeim öllum meira en eigin sonum. Reyndar drápu synir hans einn þessara drengja á hroðalegan hátt svo að fóstrið varð honum til lítillar gæfu. Snorri Sturluson var tekinn í fóstur til vandalausra 3ja ára gamall og sat uppi með alvarlega tengslaröskun og tortryggni allar götur síðan. Kannski má rekja klaufaskap Snorra í mannlegum samskiptum til áhrifa fóstursins. Jónas Hallgrímsson var alinn upp hjá fjarskyldum ættingjum sínum og kom þaðan bæði feiminn og öryggislaus sem gerði hann síðar að þunglyndum og viðkvæmum alkóhólista.

Það er gaman að sitja á Læknadögum og hlusta á sprenglærða fræðimenn sanna að höfundur Brennu-Njálssögu hafði á réttu að standa í hávísindalegum efnum þótt hann hefði hvorki litið í smásjá né haft aðgang að internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
12.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo