fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Þetta eru vinsælustu tillögurnar á Óskalista þjóðarinnar

Eyjan
Föstudaginn 19. janúar 2024 19:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið opinbera er í stafrænni vegferð. Bæði ríki og sveitarfélög hafa undanfarin ár lagt aukna áherslu stafræna ferla, nýsköpun og framsetningu á efni þar sem notandinn, hinn almenni borgari, er í fyrirrúmi. Ísland telst meðal fremstu þjóða heims á sviði stafrænnar þjónustu, en slík vegferð er talinn fallin til að auðvelda samskipti við hið opinbera, draga úr sóun og til að auka gagnsæi. Verkefnastofa um stafrænt Íslands fer fremst í flokki þessarar umbreytingar, en tilgangur stofunnar er að bæta stafræna þjónustu við almenning.

Stór liður í þessari vegferð er vettvangurinn island.is, en fjöldi opinberra stofnanna hefur felt þjónustu sína undir þann vef og má þar til dæmis finna stafrænt pósthólf sem áætlað er að á næsta ári geti verið sá vettvangur þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta nálgast öll helstu gögn frá hinu opinbera. Þar eru eins virkjuð tækifæri sem slíkur miðlægur vettvangur býður upp á. Eitt slíkt er svokallaður Óskalisti þjóðarinnar. Þar geta einstaklingar og fyrirtæki komið með tillögur að því hvers konar þjónusta ætti að standa þeim til boða í gegnum Ísland.is. Eins er hægt að kjósa sína uppáhalds tillögu og fylgjast með úrvinnslu.

Hér á eftir má finna vinsælustu tillögurnar sem komnar eru fram.

  1. Tilkynning þegar bíllinn minn á að fara í skoðun. Þessi tillaga hefur fengið 105 atkvæði og er komin á dagskrá.
  2. Leiðsögn um réttinda frumskóginn. Höfundur tillögunnar velti því fyrir sér hvort hægt sé að bjóða upp á þann möguleika að geta kallað upp öll réttindi sem einstaklingar eiga réttindi á inn á þeirra persónulega svæði, bæði hjá ríki og hjá sveitarfélögum. Þessi tillaga hefur hlotið 105 atkvæði og er í rými.
  3. Gott að eldast. Þessi tillaga felur í sér að hægt verði á einum stað að sjá hvaða þjónusta stendur þeim sem komnir eru yfir 65 ára aldur til boða, hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum. Tillagan hefur hlotið 77 atkvæði og er á dagskrá.
  4. Panta vegabréf. Tillaga um að fólk geti pantað vegabréf fyrir sig og börn sín í gegnum Ísland.is. Tillagan hlaut 52 atkvæði og er úrvinnslu hennar lokið.
  5. Rafrænar kosningar. Höfundur tillögur vill geta kosið í forsetakosningum eða til alþingis rafrænt með rafrænum skilríkjum í símanum. Þessi tillaga hefur fengið 50 atkvæði og er í rýni.
  6. Áminning þegar ökuskírteini er að renna út. Þessi tillaga útskýrir sig sjálf, hún hefur hlotið 43 atkvæði og er á dagskrá.
  7. Að báðir foreldrar fái tilkynningar til jafns um barnið sitt frá Heilsuveru. Höfundur tillögu nefndi sem dæmi að þegar barn er innritað á bráðamóttöku fái foreldrar sjálfvirk skilaboð um það og upplýsingar um hvað standi til að gera. Þetta gerist án tillits til þess hvort foreldri mæti með barni á sjúkrahúsið. Þessi tillaga hefur fengið 43 atkvæði og er í rýni.
  8. Að stofna fyrirtæki. Tillagan snýr að því að fólk geti stofnað fyrirtæki í gegnum Ísland.is og gengið frá skráningu þar með einföldum hætti. Þessi tillaga hefur hlotið 38 atkvæði og er í rýni.
  9. Aðgangur að gögnum í opinbera kerfinu. Höfundur tillögu leggur til að borgarar geti flett upp þeim gögnum sem hið opinbera hefur um þá sjálfa og ólögráða börn þeirra. Tillagan hefur fengið 36 atkvæði og er í rýni.
  10. Viðvörun eða beiðni um samþykki ef til stendur að fletta viðkomandi upp í sjúkraskrá. Höfundur tillögunnar vill fá að samþykkja það áður en sjúkraskrá hans er flett upp, þó ráð megi gera fyrir undantekningum til t.d. lækna á bráðamóttöku eða til skráðs heimilislæknis. Eins vill viðkomandi fá tilkynningu þegar honum er flett upp og séð skrá yfir þá aðila sem hafi flett honum upp áður. Þessi tillaga hefur fengið 36 atkvæði og er í rýni.

Eins má nefna fleiri tillögur svo sem að fólk fái viðvörun þegar lyfseðlar þeirra eru að renna út, að tilkynningar berist í hvert sinn sem opinber aðili er að fletta viðkomandi upp, svo sem í sakaskrá eða málaskrá lögreglu. Að dánarvottorð fari rafrænt frá Landspítala til sýslumanns, að fólk geti sent skjöl í þinglýsingu rafrænt, samantekt upplýsinga fyrir atvinnulausa, mælaborð sem sýnir í hvað skattgreiðslur einstaklinga fara, hægt sé að fylgjast með stöðu námslána á Ísland.is og að fólk geti fylgst með stöðu mála sinna hjá hinu opinbera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum