fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Neyðarástand á veitingamarkaði – mætum skilningi en þurfum eitthvað áþreifanlegt, segir framkvæmdastjóri SVEIT

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 14:30

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyðarástand ríkir á veitingamarkaði og gríðarlega mikilvægt er fyrir greinina að hún fái sinn sérkjarasamning sem tekur tillit til gífurlegrar sérstöðu hennar. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), segir jákvætt að hin ungu samtök hafi aðgang að ráðamönnum og aðilum vinnumarkaðarins on bíður með bjartsýni þar til hann sér eitthvað áþreifanlegt sem tekur á sérstöðu veitingamarkaðarins. Hann telur að aðrir atvinnurekendur skilji að neyðarástand ríki hjá veitingamönnum en kallar eftir aðgerðum. Aðalgeir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 5.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 5.mp4

Það er ekkert mikið eftir ef launakostnaðurinn er kominn í 50 prósent og jafnvel þar yfir. Þá er eftir hráefni, þá er eftir húsaleiga, það er eftir fjármagnskostnaður því þó að kannski sé ekki verið að borga af húsnæði þá geta verið aðrar skuldir vegna innréttinga og þess háttar. Þú ert ekkert lengi að komast upp í 100 þegar launin fara með þig upp í 50.

Nei, það er alveg hárrétt. Þetta er bara staðan. Eins og ég segi, þetta er bara neyðarástand. Auðvitað sveiflast þetta upp á sumrin með komu ferðamanna, við höfum verið að setja met í því og ég held að það sé spáð enn einu metinu á þessu ári sem er auðvitað frábært,“ segir Aðalgeir og bætir því við að ef vont veður er t.d. í Reykjavík í júní hangi afkoma ársins á bláþræði.

Já, og þau hafa nú verið nokkur sumrin á undanförnum árum – sumrin sem aldrei komu.

Já, og þetta er kannski aðeins farið að teygja sig inn í haustið – byrjar aðeins seinna – og ef við förum aðeins lengra aftur í tímann þá hafa sumrin verið bara vond,“ segir Aðalgeir.

Svo hefur maður á tilfinningunni að sumrin hérna á Íslandi séu að færast. Sumarið var alltaf svona júní, júlí, ágúst en einhvern veginn segir tilfinningin manni að það vori seinna en sumarið geti þá jafnvel staðið fram í september, út september.

Ég er svolítið sammála því. Við erum að sjá þetta tímabil lengjast aðeins. Gott og vel. Svo er kannski annar punktur en núna erum við dálítið í kreppustandi á heimsvísu. Við erum ekkert undanskilin þar. Þá sjáum við neyslu almennings minnka. Annar stólpi flestra fyrirtækja í greininni eru hátíðarnar og við sjáum það að menn halda meira að sér höndum …“

Þið verðið áþreifanlega varir við það?

Já, já. Auðvitað eru sum fyrirtæki algerlega rótgróin og finna kannski ekki eins mikið fyrir þessu og nýju fyrirtækin sem eru að reyna að koma sér inn á markaðinn. Þetta er ekki alveg gullna eggið. Það eru ekki öll fyrirtæki Jómfrúin í desember,“ segir Aðalgeir.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Nú hafa orðið ákveðnar breytingar. Bretland er t.d. farið út úr Evrópusambandinu. Sjáið þið einhverja breytingu á þjóðernissamsetningu ferðamanna sem hingað koma?

Nei, ég hef svo sem ekki lagst yfir þessar tölur. Við sjáum náttúrlega að bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland – þetta eru okkar helstu ferðamenn alla vega á sumrin. Svo kemur Asía líka sterk inn – er kannski meira að leita í norðurljósin og kemur á haustin og inn í jólatímabilið. En, nei, ég get ekki sagt að ég sjái einhverja sérstaka breytingu á samsetningu ferðamanna. Í þessu stóra samhengi, að við séum að fá meira en tvær milljónir ferðamanna á ári, þá er þetta náttúrlega svakalegt fyrir litla landið okkar en ég held að millistéttin og yfirstéttin í þessum löndum standi ágætlega.“

Hann segir það umtalsverða breytingu að EasyJet sé farið að fljúga til Akureyrar. „Það er alveg frábært og vonandi verður stöðugri rekstur í kringum veitingastaðina þar því auðvitað þurfa gestirnir okkar að borða einhvers staðar. Það er mjög jákvætt að það sé meira aðgengi að landinu.“

Það er samtal í gangi, segir þú, út af stuðningslánunum, skilningur hjá öðrum atvinnurekendum á að það þurfi að taka á ykkar stöðu í tengslum við kjarasamninga. Það er fleira jákvætt en neikvætt fram undan, eða hvað?

Já, en eins og ég segi þá er þetta ekki á borðinu enn þá, þetta er ekki í hendi. En, já, já, ég er auðvitað þakklátur fyrir að við erum ný samtök og getum auðveldlega fengið áheyrn, hvort sem það er fjármálaráðherra eða forseti ASÍ eða Samtök atvinnulífsins. En við þurfum að fá eitthvað áþreifanlegt á borðið til að geta leyft okkur að vera svolítið bjartsýn,“ segir Aðalgeir.

Ég held að öllum sé ljóst hvernig staðan er. Allir hagsmunaaðilar sem sitja að samningum og halda okkur frá í bili vita að það er neyðarástand. Ég skal leyfa mér að fagna þegar ég sé eitthvað á blaði sem mér líst vel á.“

Er eitthvað eitt sem þú myndir vilja leggja höfuðáherslu á núna? ef þú horfir yfir sviðið, horfir á þá sem sitja við borðið í kjarasamningum, horfir til stjórnvalda, eru einhver grunnskilaboð sem þú vilt færa fólki?

Já, það er kannski af mörgu að taka. Ég vil semja um sérkjarasamninga fyrir greinina út af sérstöðu hennar. Sérstaðan er svo mikil að við þurfum að gera það. Það eru ekki nema einhverjir 288 kjarasamningar í gangi. Við þurfum okkar,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Hide picture