fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Eyðum ekki svartri starfsemi einhliða – viljum gott samstarf við verkalýðshreyfinguna, segir framkvæmdastjóri SVEIT

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 14. janúar 2024 10:30

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamenn telja að SA hafi brugðist þegar kemur að því að gæta hagsmuna þeirra í kjarasamningum. Mjög flókinn kjarasamningur geri starfsumhverfi þeirra ósamkeppnishæft sem leiði til svartrar starfsemi í greininni. Þeir vilja gott samstarf við verkalýðshreyfinguna og telja að í sameiningu sé hægt að gera kjarasamning sem bæti rekstrarumhverfi og vinni að sameiginlegum hagsmunum veitingamanna og starfsfólks í greininni. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segist ekki vita hvernig fyrirtæki fari að því að stunda svarta starfsemi og bendir á að sífellt færri noti seðla – kortin sé nær alveg tekin yfir. Aðalgeir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 3.mp4

Við vorum með vinnustofu fyrir síðasta kjarasamning sem endaði með miðlunartillögu, og erum með þetta klárt,“ segir Aðalgeir. „Við erum búnir að vinna mikla undirbúningsvinnu með okkar félagsmönnum þar sem ég og stjórnarformaðurinn hittum marga til að fá alla litina – þetta er náttúrlega regnbogi, lítil kaffihús, bakarí og allt saman – þannig að það verður að fá sýn allra á þennan kjarasamning, sem er náttúrlega 130 blaðsíður. Ég hef lesið hann mjög oft en er alltaf að komast að einhverju nýju. Það má líka einfalda samninginn, hann þarf ekki að vera svona gríðarlega flókinn.“

Aðalgeir segir eitt vandamálið í veitingarekstri vera að staðirnir séu almenn smáir. Eigendur séu langt frá því að vera einhverjir forstjórar á forstjóraskrifstofum gerandi samninga út og inn. „Eigendur þessara veitingahúsa, langflestir, eru bara á gólfinu. Þeir eru að elda, þjóna, taka á móti vörum þannig að það getur verið dálítið erfitt að þekkja öll smáatriði kjarasamnings. Það er ekki þannig að menn séu að reyna að svindla, stundum gera menn bara mistök og þá fáum við á baukinn og það er hugarfar sem okkur finnst ekki gott. Við viljum auðvitað vera með betra samband við verkalýðshreyfinguna enda það mikið af sameiginlegum hagsmunum að við getum ekki leyft okkur að vera í svona stríði hver við annan. Við viljum vera með stöðugan markað. Við viljum vera með öruggt starfsumhverfi og við þurfum að gera það saman, það kemur ekki frá annarri hliðinni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Nú er það þannig að lengi hefur verið talað um að það sé talsvert svart í veitingarekstri. Getur verið að veitingamenn sem hópur séu tortryggðir af þeirri ástæðu – það hafa komið upp dæmi um einhverja svarta starfsemi í þessari grein. Færðu það á tilfinninguna að þið séuð tortryggðir af hálfu Samtaka atvinnulífsins og annarra launagreiðenda?

Já, ég get alveg tekið undir það og auðvitað er alls ekki í lagi að vera að borga svart og við erum alls ekki einir um að vera með þennan stimpil á okkur. Ég nefni t.d. byggingargeirann en þetta eru fleiri greinar. Fyrst og fremst er þetta neikvæð staðalímynd sem hefur fengið að grassera svolítið lengi, kannski vegna þess að við höfum ekki haft málsvara eins og SVEIT hingað til sem getur komið og stigið fram,“ segir Aðalgeir.

Það sem greinin þarf, og aðrar greinar sem eru að berjast við sömu vandamál, er samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ef rekstrarumhverfið er ekki samkeppnishæft þá eru þetta lítil fyrirtæki, fjölskyldurekinn fyrirtæki sem kannski, því miður, reyna að leita einhverra svona leiða en saman getum við komið í veg fyrir það.“

Þetta er náttúrlega vítahringur, er það ekki? Til að borga svart þarft þú að vera að taka inn tekjur svart.

Ég get alveg verið hreinskilinn með það að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Ég er ekki svo klár. Það eru allir að tala um að það sé minni peningur í umferð og gamli góði seðillinn sé að hverfa. Það verða einhverjir aðrir að svara fyrir svona,“ segir Aðalgeir.

En hlýtur ekki sjálfkrafa að draga úr svartri starfsemi því, eins og þú segir, það eru miklu minni peningar í umferð? Fólk borgar með kortum á veitingahúsum, það eru ekki dregin upp seðlabúnt nema í algerum undantekningartilfellum.

Það er ekki nema fólk sé að fara í afmæli eða fermingar að það fer í hraðbankann og tekur út pening – það eru einu skiptin sem fólk sér seðla nú til dags,“ segir Aðalgeir. „Þetta er vissulega leið en ég veit ekki hver hún er. Ég veit og trúi því að með sérkjarasamningum sem búa til samkeppnishæft umhverfi mun þetta líka heyra sögunni til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture