fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Birgir Dýrfjörð skrifar: Svandís var skyldug að fresta byrjun hvalveiða

Eyjan
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 12:46

Birgir Dýrfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að þjóðin hafði séð hryllingsmyndir af hvalveiðum, sem sýndar voru atvinnuveganefnd Alþingis þá reis mikil andúðarbylgja og þess krafist að viðbjóðurinn yrði stöðvaður.

Það var gert þegar ráðherra frestaði upphafi veiðanna. Óupplýstir hópar brugðust þá illa við.

Fagráð er stjórnskipaður hópur sem metur hvort lög um velferð dýra séu virt.

Í lögum um föngun villtra dýra segir að óheimilt sé að beita aðgerðum sem valda kvölum.

Það var einróma niðurstaða fagráðs að veiðar á stórhvölum eins og þær eru iðkaðar nú séu brot á Íslenskum lögum. Fagráð hafði skoðað sömu myndir og sýndar voru atvinnuveganefnd Alþingis.

Dýralæknafélag íslands samþykkti: „veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.“

Eftir að ljóst var að hvalveiðar okkar væru augljóst brot á landslögum þá átti ráðherra engra kosta völ, henni var skylt að fresta upphafi veiðanna og það gerði hún.

Hefði hún látið það ógert þurfti engan umboðsmann Alþingis til að segja þjóðinni að hún hefði brotið lög.

Meðalhófsreglan

Eftir þá óhjákvæmilegu ákvörðun Svandísar að fresta upphafi hvalveiða þá var hún sökuð um að hafa brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.

Meðalhófsregla stjórnsýslulaga kveður á um að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti

Þetta þýðir að íþyngjandi ákvörðun skal aðeins taka sé ekki völ á öðru vægara úrræði sem þjónað geti markmiðinu.

Spurt er. Hvaða völ var á vægara úrræði í þessu máli? Átti að uppfylla kröfur fólks um meðalhófsreglu með því að banna að pína dýr til dauða á  miðvikudögum og um helgar en leyfa svo að pína þau og drepa aðra daga.

Eru engin takmörk á því hvað hægt er að ætlast til að fólk misbjóði mikið eigin skynsemi?

Þegar lög stangast á

Fyrir 75 árum voru sett lög um hvalveiðar. Þá voru engin lög til um velferð villtra dýra.

Fyrir 10 árum voru sett lög um velferð villtra dýra (55/2013)

Ef ákvæði í þessum lagabálkum eru á skjön, þannig að lögaðili hafi skaða af, þá er það að sjálfsögðu á ábyrgð löggjafans að bæta þann skaða og leiðrétta þau lög.

Mögulegur skaði af göllum í lögum er aldrei á ábyrgð einstakra þingmanna eða ráðherra.

Hvað hangir á spýtunni?

Tilgangur andstæðinga Svandísar með árásum á hana fyrir meint brot á meðalhófsreglu stjórnsýslulaga er í raun örvæntingarfull aðför til að svæla hana úr ríkisstjórn.

Ástæður þeirrar aðfarar eru að öflugustu kostunaraðilar Sjálfstæðisflokksins, hópurinn sem hefur í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar, sá hópur óttast nú ekkert meira en væntanlegt frumvarp Svandísar um gegnsæja skráningu þess afnotaréttar og yfirvofandi uppboð á veiðiheimildum á tilteknum hluta hans, og gjaldtöku fyrir veiðiheimildir.

Við bætist, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er setinn af klíkum, sem keppa um völdin ef Bjarni hættir.  Þær klíkur keppa um hylli andstæðinga Svandísar.  „Í góðsemi vegur þar hver annan.“

Höfundur er rafvirki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu