fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ýjar að því að Svandís verði varin vantrausti – „Sérlega viðkvæm staða í íslensku samfélagi akkúrat núna“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 14:40

Hildur sagðist vonast til þess að VG tækju á málinu. Boltinn væri hjá þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði boltann hjá Vinstri grænum varðandi að taka á áliti Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í útvarpsviðtali hjá Útvarpi Sögu í dag. Varðandi mögulega vantrauststillögu þurfi hins vegar að horfa til stöðunnar í íslensku efnahagslífi og pólitískt samhengi hlutanna.

Stjórnarandstæðingar hyggjast leggja fram vantrauststillögu á Svandísi þegar þing kemur saman. Svandís hefur sagt að hún muni ekki víkja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekið undir það. Minnti Katrín Sjálfstæðismenn á að Vinstri græn hefðu varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti áður.

„Pólitíska staðan er þung og hún er vandmeðfarin. Ég skal vera heiðarleg með það. Ef það kemur til, sem ég vona svo sannarlega að verði ekki og að búið verði að bregðast við þessu áður en til þess kemur, að það verði lagt fram vantraust á ráðherra þá verður það mjög þung staða fyrir flesta ef ekki alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hildur í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur þegar hún var spurð um viðbrögð við vantrauststillögu.

Sagðist hún ekki treysta sér hér og nú til að segja til um hvernig þetta myndi fara en augljóst væri öllum að ef ríkisstjórnarflokkar séu komnir í þessa stöðu séum við komin í vond mál.

Þetta séu hins vegar ábyrgir stjórnmálaflokkar sem fengu það verkefni í fangið að stýra íslensku samfélagi í þennan tíma.

„Það er sérlega viðkvæm staða í íslensku samfélagi akkúrat núna, varðandi efnahagsástand, kjaraviðræður og að allir leggist á eitt til að ná niður verðbólgu og þar af leiðandi vöxtum,“ sagði Hildur. „Það er ábyrgðarhluti fyrir flokka sem vilja láta taka sig alvarlega og standa undir trausti og verkefnum, sama þótt að sumir dagar séu erfiðir, ósanngjarnir, leiðinlegir og alls ekki eins og við viljum hafa þá. Þá er það ábyrgðarhluti að labba í burtu sisvona með þau verkefni sem eru undir. Það er partur af þessu pólitíska samhengi hlutanna sem við munum þurfa að horfa til.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga