fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Keyptar fylgiskannanir líklega ástæðan fyrir því að Davíð og Jón Baldvin guggnuðu báðir á forsetaframboði 1996

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að sér hafi skjátlast hrapallega um möguleika Ólafs Ragnars Grímssonar á að ná kosningu sem forseti þegar fyrst var farið að ræða mögulegt framboð hans 1996. Hann telur að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram vegna þess að kannanir sem þeir létu gera fyrir sig hafi bent til þess að þeir ættu ekki möguleika á að ná kjöri. Þá rifjar hann upp sögu af bæjarstjórnarkosningum á Ísafirði á síðustu öld þegar sjálfstæðismenn fóru óhefðbundna leið til að fella meirihluta krata í bæjarstjórninni. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 6.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 6.mp4

Þegar farið var að tala um Ólaf Ragnar sem frambjóðanda, svona í janúar áður en hann var búinn að lýsa yfir framboði, þá sagði ég á kaffistofunni í Odda við félaga mína: „Hann Ólafur. Hann er formaður í flokki sem er með 15 prósent og Búbba skiptir kannski einhverju máli, en það verða 20 prósent max!“,“ segir Ólafur.

Svo fékk Ólafur yfir 40 prósent og það kom reyndar fram mjög snemma í könnunum að Ólafur væri með mest fylgi og hefði mjög góða möguleika á því að verða forseti. Það sem lá á bak við þessa ályktun mína að hann fengi ekki nema 20 prósent var að ég var að ofmeta hversu mikil áhrif það hafði hvaða flokk menn kysu í Alþingiskosningum,“ segir Ólafur. „Það kom í ljós að Ólafur sem sé hafði ekki bara yfirburðafylgi meðal Alþýðubandalagsmanna heldur líka meðal krata og framsóknarmanna og meira að segja 20-25 prósent sjálfstæðismanna kusu Ólaf í kosningunum 1996.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ólafur bendir á að komið hafi snemma fram að Ólafur Ragnar hefði mikið fylgi en einnig hefðu fleiri stjórnmálamenn verið að velta fyrir sér forsetaframboði 1996. „Það voru bæði Davíð Oddsson og Jón Baldvin, hef ég nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir, og ég hygg að þeir hafi báðir látið gera fyrir sig kannanir um væntanlegt fylgi sitt og tekið þá skynsamlegu ákvörðun að fara ekki í framboð. Ég veit ekki hvort Davíð gerði könnun þegar hann fór fram 2016 en það endaði í 13,7 prósentum eins og frægt er.“

Þannig að fram undan er gósentíð hjá fyrirtækjum sem annast skoðanakannanir?

Áreiðanlega,“ segir Ólafur og skellir upp úr. „Það er nú partur af nútímapólitík að menn kanna hjörtun og nýrun með þessum nýju aðferðum en menn gleyma því stundum að hér fyrir öld, á miðri síðustu öld þegar það voru engar skoðanakannanir, þá vissu nú kosningasmalarnir og starfsmenn flokkanna með enn meiri nákvæmni en skoðanakannanir nú til dags gefa hvað eiginlega allir í þeirra sveitarfélagi ætluðu að kjósa.

Skemmtilegasta dæmið sem ég þekki um það er frá Ísafirði. Það var í bæjarstjórnarkosningum. Þá höfðu kratarnir verið í meirihluta með fimm en sjálfstæðismennirnir með fjóra. Kommúnistarnir fengu á tímabili einn og það var þegar sjálfstæðismennirnir sáu að þeir gátu fellt meirihluta kratanna með því að lána kommúnistum nokkur atkvæði, og þeir vissu þetta nokkurn veginn alveg. Þá segja heimildir mínar að vestan, innvígðir og innmúraðir sjálfstæðismenn, þá sögu að trúnaðarmaður flokksins hafi farið til allra hörðustu flokksmannanna og sagt eitthvað á þessa leið: Nú verð ég að biðja þig, vinur minn, um eitt sem er afar erfitt, en þú verður að leggja það á þig fyrir flokkinn okkar. Þú átt nefnilega að kjósa kommúnista! Og það gekk eftir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson og hlær dátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Hide picture