„Við höfum áður sagt að ef ríkisstjórnin leysir ekki úr þessu máli áður en Alþingi kemur saman þurfi þingið að grípa inn í. Nú virðist, samkvæmt athugunum okkar, sem meirihluti sé fyrir vantrauststillögu og í ljósi þess má gera ráð fyrir að við leggjum hana fram, verði málið ekki leyst í millitíðinni,“ hefur Morgunblaðið eftir honum.
Hvað varðar afstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka sagði Sigmundur að þeir verði að svara fyrir sig en Miðflokkurinn hafi heyrt hljóðið í þeim og það muni koma honum á óvart ef einhverjir úr stjórnarandstöðunni greiða ekki atkvæði með vantrauststillögunni.
Hann sagðist einnig telja að nægilega margir stjórnarþingmenn muni styðja tillöguna en margt geti breyst þar til þing kemur saman. Ríkisstjórnin geti greitt úr sínum málum sjálf eða þá að stjórnarliðar, sem er reiðubúnir til að styðja vantraust, verði talaðir til.