fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Málamiðlanir hafa máð burt stjórnmálin

Eyjan
Laugardaginn 6. janúar 2024 14:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkshollusta síðustu aldar hefur vikið fyrir frjálslyndi og fjölbreytni í hugum fólks. Það á erfiðara með að gefa sig einni og sömu skoðuninni á vald fyrir lífstíð. Það telur sig jafnvel geta haft hag af því að strjúka um frjálst höfuðið, sem þótti náttúrlega óhugsandi á síðustu öld þegar piltar og stúlkur voru fædd inn í flokk sinn og lutu lögmálum hans í leik og starfi.

Og það mátti ekki efast. Slíkt var guðlast. Almúginn batt sig sig á klafa þessara ólíku afla á litrófi stjórnmálanna og hagaði lífi sínu í einu og öllu eftir flokkslínunni.

Þarna var límið í fjórflokknum komið. Sjálft tonnatak trúarjátningarinnar. Þú skalt ekki aðra flokka ágirnast. Og svo var bara kosið í bljúgri og blessaðri blindni, í beinan karllegg.

En nú er öldin auðvitað önnur. Og þrír helstu kraftarnir sem breyttu hugsanagangi fólks hafa riðlað flokkakerfinu til frambúðar svo víða er Snorrabúðin stekkur einn. Hér er átt við kvenfrelsisbyltinguna þegar aldarfjórðungur var eftir á síðustu öld, frjálsa fjölmiðlun sem varð til á sama tíma og strandhögg vel menntaðs fólks úr öllum stéttum samfélagsins, alls staðar að af landinu, sem flutti með sér nýjar hugmyndir frá Ameríku, Bretlandseyjum og af meginlandi Evrópu á áratugunum undir aldamót sem voru margar í blóra við heimabruggaða þröngsýni og þrjóskufulla frændhygli.

Það sem enn hefur breyst á nýrri öld er að gömlum og nýjum stjórnmálaflokkum hefur í æ minna mæli auðnast að sýna pólitík sína í verki. Það sést auðvitað á spilin, en þau hafa ekki lengur vægi við borðið. Það sem einu sinni hét að trompa er nú tuðið eitt.

„Pólitískt ástríða er því á undanhaldi. Vilji til breytinga er jafn óðum kæfður í fæðingu.“

Kemur hér tvennt til. Embættismannaflokkurinn á Íslandi hefur sankað að sér völdum og hristir næsta auðveldlega af sér hugmyndir stórhuga pólitíkusa, sem öðru hvoru koma fram á sviðið, um að breyta valdahlutföllunum. Hitt má kalla lýðræðisþreytu á meðal almennra kjósenda sem hafa á síðustu áratugum horft upp á eilífðar málamiðlanir á milli ólíkra flokka sem telja það ekki lengur frumskyldu sína að fylgja stefnuskrám sínum eftir.

Pólitískt ástríða er því á undanhaldi. Vilji til breytinga er jafnóðum kæfður í fæðingu. Og allt verður harla öfugsnúið fyrir vikið.

Báknið hefur aldrei stækkað jafnt hratt og mikið og á valdatíma Sjálfstæðisflokksins – og álögur aukist.

Hagur bænda hefur aldrei verið verri og á stjórnarárum Framsóknarflokksins – og matvælaörygginu stafar ógn af því.

Raforkuöryggi hefur aldrei verið minna en á vakt Vinstri grænna, svo flytja þarf inn jarðefnaeldsneyti í sífellt meira mæli til að kynda atvinnulífið.

Þessum flokkum – og öðrum, sem komist hafa til valda á síðustu árum, hefur ekki lánast að breyta í samræmi við boðskap sinn. Það er mergurinn málsins. Og almenningur horfir upp á þessi ósköp – og spyr sig eðlilega: Til hvers á ég þá að fara á kjörstað? Hverju breytir mitt atkvæði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn

Sigmundur Ernir skrifar: Fólkið fór ekki, heldur flokkurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup
EyjanFastir pennar
01.03.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur
EyjanFastir pennar
28.02.2025

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum