fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Tilkynning Guðna óheppileg fyrir Katrínu – auknar líkur á að ríkisstjórnin springi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 6. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mun meiri líkur eru á því núna að ríkisstjórnin springi en fyrir einu ári, að ekki sé talað um fyrir tveimur árum. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það myndu veikja mjög ríkisstjórnina ef Katrín Jakobsdóttir ákveði að bjóða sig fram til forseta – óvíst væri að hún lifði það af. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar, hinu fyrsta á nýju ári.

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Ólafur Þ. Harðarson - 3.mp4

Ef hún hefur hug á forsetaembættinu þá er þessi tímasetning óheppileg fyrir hana og það hefði verið miklu þægilegra fyrir hana að Guðni hefði hætt eftir 12 ár, þá gæti hún farið í framboð,“ segir Ólafur. „En hvort hún hefur áhuga á að fara í framboð, það veit í rauninni enginn nema hún. Ég heyri að sumir telja að það sé líklegt að hún muni gefa kost á sér. Aðrir, og sumir sem standa henni tiltölulega nálægt eins og nágranni minn, Stefán Pálsson sagnfræðingur, telja það afar ólíklegt að hún hugsi sér til hreyfings í þessa áttina, og sjálfum finnst mér það nú ólíklegra en líklegra að hún muni hreyfa sig. En, eins og ég segi, það veit enginn nema hún.“

Hann segir það munu hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ákveði Katrín að fara í forsetaframboð. „Ef hún tæki þá ákvörðun nú að fara í forsetaframboð þá myndi það náttúrlega setja stjórnarsamstarfið og stöðugleikann, eða þann stöðugleika sem eftir er, í flokkapólitíkinni algerlega í uppnám Það er alls ekki víst að ríkisstjórnin myndi lifa það af. Varðandi ríkisstjórnina þá hefur hún verið í miklu uppnámi. Það hafa verið mjög hvassar deilur milli aðallega þingmanna og grasrótar stjórnarflokkanna, aðallega í Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, minnst í Framsókn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ólafur segir þá sem muna langt aftur geta rifjað upp álíka harðskeyttar skeytasendingar milli ríkisstjórnarflokkar án þess að stjórnarslit hafði orðið niðurstaðan. „Ég hef nú metið það þannig enn þá, að það séu meiri líkur en minni á að stjórnin haldi út kjörtímabilið. Hins vegar hef ég líka sagt að ef að stjórnin á næsta ári þá kæmi það mér minna á óvart heldur en það hefði gert fyrir einu ári, ég tala nú ekki um tveimur árum. Þannig að við erum í raun bara á miklum óvissu- og óróatímum og það er kannski líka dálítið háðulegt fyrir ríkisstjórn sem var mynduð þvert á allar hugmyndafræðilegar línur með það yfirlýsta markmið að það þyrfti að auka stöðugleika í samfélaginu.“

Sumir segja að stöðugleikinn birtist okkur í formi stöðnunar.

Já, já, sumir segja það. Ég skal nú ekki leggja mat á það en það er í sjálfu sér spurning hvað menn eiga við en hins vegar er augljóst að ríkisstjórn sem spannar allt litrófið frá ysta vinstrinu, eða því sem næst, yfir í ysta hægrið, að hún náttúrlega mun ekki koma fram með róttækar tillögur um uppstokkun á kerfinu. Menn nefna oft landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin og Evrópusambandið kannski. Í þeim skilningi er alveg hægt að segja að hún sé stjórn stöðnunar þó að ég kysi nú kannski annað orðalag og stjórnarherrarnir og -frúrnar kysu væntanlega annað orðalag – þau myndu náttúrlega segða að þetta væri bara stöðugleiki,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Hide picture