fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Ólga vegna Jöfnunarsjóðs – „Okkur þykir þetta verulega misráðið og við erum ekki ein um þá skoðun“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 19:00

Aldís segir að breytingin muni skerða tekjurnar um rúmlega 60 milljónir á ári. Í heildina eru framlögin 6,5 milljarður til sveitarfélaganna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Hrunamannahrepps og fleiri sveitarfélaga telja frumvarp um breytingu á Jöfnunarsjóði vega harkalega að fjárhagslegum hagsmunum þeirra. Verið sé að afnema milljarða króna samkomulag ríkis og sveitarfélaga til tuttugu ára.

„Okkur þykir þetta verulega misráðið og við erum ekki ein um þá skoðun,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sendi umsögn í nafni hreppsins um frumvarpið um miðjan desembermánuð.

Á hún þá við fyrirhugaða niðurfellingu svokallaðs fasteignaskattsframlags. Sú breyting muni kosta Hrunamannahrepp rúmlega 60 milljónir króna árlega.

Í Hrunamannahreppi búa um 900 manns og Aldís segir greiðslur úr Jöfnunarsjóði skipti gríðarlega miklu máli.

„Mjög mikilvægur hluti tekna sveitarfélagsins kemur frá Jöfnunarsjóði. Enda er sjóðinum ætlað það hlutverk að jafna stöðu sveitarfélaga. Að í þeim sveitarfélögum þar sem meðaltekjur eru lægri en annars staðar komi framlag úr Jöfnunarsjóði til að vega upp þennan mismun,“ segir hún.

6,5 milljarður króna

Fyrir rúmum tveimur áratugum gerðu ríki og sveitarfélög með sér samkomulag um sérstakt framlag vegna tekjutaps einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Þetta var gert eftir að ríkisstjórnin breytti álagningarstofni mannvirkja.

Flúðir í Hrunamannahreppi. Mynd/Wikipedia

Einkum bitnaði breytingin á fámennari sveitarfélögum sem hafa mörg sumarhús. Var því samið um að greiða út framlag úr Jöfnunarsjóði til að bæta upp tapið. Árið 2023 var þessi upphæð í heildina 6,5 milljarður króna. Niðurfellingin er hluti af því að einfalda reglurverkið.

„Ef þetta fellur út mun það hafa veruleg áhrif á möguleika sveitarfélagsins til þess að veita íbúum lögbundna þjónustu,“ segir Aldís.

Hvati til sameiningar enginn

Auk þess að skerða getu sveitarfélaganna þá minnki þessi niðurfelling fasteignaskattsframlags hvata sveitarfélaga til sameiningar. Sé það á skjön við yfirlýstan vilja ráðherra og ríkisstjórnar.

Sem dæmi nefnir Aldís sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu. Það er Hrunamannahrepp, Skeiða-og Gnúpverjahrepp, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp.

Framlög til sameiningar þessarra sveitarfélaga yrðu 350 milljónir króna samkvæmt núverandi regluverki. Ef hið nýja frumvarp færi óhaggað í gegnum þingið yrðu framlögin nánast engin vegna hins mikla sumarhúsafjölda í Grímsnesinu.

„Hér hefur ítrekað verið rætt um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitunum. En með þessu yrði ekki fjárhagslegur akkur af því að sameinast,“ segir Aldís. Hún segir að breytingar á Jöfnunarsjóði megi ekki hrista fram úr erminni án þess að það sé skoðað í kjölinn hvaða raunverulegu áhrif þær muni hafa á getu sveitarfélaga til að veita þjónustu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“