fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Krists og Auðunn nýir stjórnendur hjá DHL

Eyjan
Fimmtudaginn 7. september 2023 12:59

Auðunn Sólberg Björgvinsson, nýr sölu- og markaðsstjóri DHL Express á Íslandi, og Krists Ezerins, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krists Ezerins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express á Íslandi. Þá hefur Auðunn Sólberg Björgvinsson verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins.

DHL sér um hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó og landi. Fyrirtækið er með vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar.

Við erum að vinna í að stækka og efla starfsemina hér á Íslandi og styrkja enn frekar sendingalausnir og þjónustustig fyrir okkar viðskiptavini. Við erum m.a. að stækka húsnæði okkar á Keflavíkurflugvelli. Það eru mörg tækifæri fram undan í þessum geira og ég hlakka til að takast á við spennandi verkefni hér á landi,“ segir Krists en hann var áður framkvæmdastjóri DHL í Lettlandi og hefur starfað í 18 ár hjá fyrirtækinu.

Auðunn Sólberg snýr aftur til DHL eftir 12 ára fjarveru hjá Nova þar sem hann gegndi stöðu sölustjóra.

Ég þekki DHL mjög vel. Ég byrjaði sem bílstjóri og hef unnið flestar stöður hjá fyrirtækinu. DHL hefur alltaf átt stað í hjarta mínu og það er gaman að snúa aftur til starfa hjá fyrirtækinu. Það hefur margt breyst á þeim 12 árum sem ég hef verið í burtu en margt að því góða starfsfólki sem ég vann með er hér enn enda heldur fyrirtækið vel á starfsfólki sem er ánægjulegt. Eitt af því sem heillaði mig hvað mest er stefna DHL í loftlagsmálum sem kallast GoGreen og hlakka til að kynna fyrir viðskiptavinum og hvernig við getum hjálpað þeim að kolefnisjafna sína flutninga,“ segir Auðunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“