fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Bára Hlín flytur sig frá Marel til Sýnar

Eyjan
Miðvikudaginn 6. september 2023 11:07

Bára Hlín Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Verkefnastofu og ferlaumbóta hjá Sýn. Bára mun veita forstöðu öflugu teymi verkefnastjóra og ferlaumbótasérfræðinga sem leiða áfram lykilbreytingarverkefni félagsins. Teymið vinnur náið með mannauði, viðskiptaþróun, vörustjórnun, upplýsingatækni og fjölmiðlalausnum Sýnar sem vinna þvert á rekstrareiningar félagsins.

Við erum mjög ánægð með að fá Báru til liðs við okkur, hún er með alþjóðlega reynslu í stórum umbreytingarvegferðum, verkefnastýringu og umfangsmiklum ferlaumbótum. Þá er hún með mikinn metnað og drifkraft fyrir nýsköpun og faglegri verkefnastýringu. Við hjá Sýn erum á sóknar- og breytingarvegferð með upplifun viðskiptavina að leiðarljósi og hennar reynsla mun nýtast félaginu vel.“ segir Hulda Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunar og reksturs hjá Sýn.

Bára kemur til Sýnar frá Marel þar sem hún hefur síðastliðin 5 ár leitt víðtæk og flókin alþjóðleg umbreytingarverkefni. Í því starfi tók hún þátt í að móta faglega verkefnastjórnun fyrir Marel, og leiddi hópa verkefnastjóra og ferlasérfræðinga við að koma á fót sérhæfðri aðfangakeðju fyrir þjónustusvið sem þjónar viðskiptavinum um allan heim. Hún hefur sérhæft sig í breytingastjórnun og stafrænni umbreytingu undanfarin ár, með tilheyrandi áherslu á einföldun og samræmingu ferla í flóknu tækniumhverfi. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, og sat í stjórn faghóps Stjórnvísi um breytingastjórnun 2021-2022. Hún vann á árunum 2009-2018 á sviði markaðs- og sölumála í hugbúnaðarþróun og er meðstofnandi handverksbrugghússins Álfs.

Sýn er fyrirtæki á afskaplega spennandi stað og ég hlakka til að koma inn í þau metnaðarfullu verkefni sem liggja fyrir með það að markmiði að bjóða viðskiptavinum Sýnar framúrskarandi þjónustu og virði í síbreytilegu umhverfi. Samstilling viðskiptahagsmuna, ferla, gagna, og upplýsingatækni í flóknum umbreytingum er mér hjartans mál ásamt því að passa vel upp á fólkið sem aðlagast þarf hröðum breytingum.“ segir Bára Hlín Kristjánsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi