fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vilja losna við Rishi Sunak – Segja hann jafn heillandi og hurðarhún

Eyjan
Laugardaginn 30. september 2023 19:00

Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky News greindi frá því fyrir stundu að miklar væringar virðist vera fram undan í breska Íhaldsflokknum.

Fréttamenn Sky News komust yfir fjölda skilaboða af WhatsApp þar sem almennir stuðningsmenn Íhaldsflokksins ræða sín á milli um að þeir vilji koma Rishi Sunak, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra Bretlands, frá völdum.

Nánar til tekið er um að ræða skilaboð sem gengu á milli félaga í samtökum sem kallast á ensku Conservative Democratic Organisation (CDO) sem voru stofnuð í desember 2022. Stofnandinn var lávarðurinn Peter Cruddas sem var stuðningsmaður Boris Johnson sem var leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá 2019-2022. Cruddas, sem hefur látið talvert fé af hendi rakna til flokksins, stofnaði samtökin eftir að Johnson og eftirmaður hans Liz Truss voru bæði hrakin frá völdum með skömmu millibili á síðasta ári.

Rishi Sunak hefur verið flokksleiðtogi og forsætisráðherra í tæpt ár.

CDO hefur notið stuðning áhrifamikilla aðila úr hægri armi Íhaldsflokksins. Í maí síðastliðnum ávörpuðu þingmennirnir og fyrrum ráðherrarnir Priti Patel og Jacob Rees-Mog fund samtakanna auk þingmannsins og fyrrum ráðherrans Nadine Dorries sem síðan þá hefur látið af þingmennsku.

Í WhatsApp skilaboðunum sem lekið var til Sky News má sjá þá meðlimi CDO sem þau rita fara ófögrum orðum um Rishi Sunak. Þeir eru vonlitlir um sigur Íhaldsflokksins í næstu þingkosningum en Verkamannaflokkurinn hefur haft yfirburði í skoðanakönnunum í talsverðan tíma.

Í skilaboðunum lýsa meðlimirnir yfir ríkum vilja til að hægri armur Íhaldsflokksins nái aftur völdunum í flokknum.

Heimildarmaður Sky News innan Íhaldsflokksins vill þó meina að þar fari meðlimir CDO villu vegar því að Rishi Sunak tilheyri ekki frjálslyndari armi flokksins eins og þeir vilji meina heldur sé hann talsvert meiri íhaldsmaður en Boris Johnson. Hann eigi því meira sameiginlegt með þeim en þeir haldi.

Í skilaboðunum taka meðlimir CDO undir ýmsar samsæriskenningar meðal annars þá að árleg heimsviðskiptaráðstefna í Davos í Sviss (World Economic Forum) sé í raun leynileg ríkisstjórn alþjóðlega sinnaðrar elítu sem stefni að heimsyfirráðum.

Sky News segir að fólkið sem sendi skilaboðin sín á milli verði ekki nafngreint þar sem ekki sé um að ræða fólk sem sé landsþekkt á stjórnmálasviðinu í Bretlandi.

Sumir meðlimir vilja stríð í flokknum

Í skilaboðunum má lesa mikla reiði í garð annarra arma Íhaldsflokksins en þess hægri sinnaðasta, sem flestir meðlimir CDO styðja.

Einn meðlimur sagði að tímabært væri að fara í stríð við frjálslynda arminn og ná aftur tökum á flokknum.

Annar sagði að hefðbundin íhaldsstefna væri hunsuð af forystu flokksins til að hann virðist vera frjálslyndur sem sé hugsað til að þóknast frjálslyndum kjósendum í millistétt í Bretlandi sem hafi samviskubit vegna loftslagsbreytinga. Hér sé einfaldlega um heigulshátt að ræða og almenningur sjái í gegnum þetta.

Sky News segir að skilaboðin hafi flest verið send á þessu ári. Í þeim megi meðal annars einnig lesa að þeir meðlimir CDO sem sendu þau sín á milli hæddust að Rishi Sunak. Einn sagði að Sunak væri með jafn mikinn sjarma og hurðarhúnn en annar sagði hann ekki færan um blása flokksmönnum baráttuanda í brjóst.

Þeir vilja meina að Sunak stjórni Bretlandi eins og hann vilji að það hefði verið um kyrrt í Evrópusambandinu en meðlimir CDO eru almennt miklir stuðningsmenn útgöngunnar. Þess ber að geta að Sunak studdi útgönguna allt frá upphafi.

Sumir meðlimir CDO vilja að Sunak víki fyrir næstu þingkosningar og einhverjir vilja að Boris Johnson snúi aftur. Einhverjir þeirra telja að Sunak hafi rænt völdum í flokknum en eftir að Liz Truss hraktist frá völdum bauð hann sig einn fram sem flokksleiðtogi.

Segja samsæri á bak við vanhæfnina

Einhverjir meðlimir CDO eru farnir að sætta sig við að Íhaldsflokkurinn muni tapa næstu kosningum en aðrir í hópnum telja fullvíst að samsæri sé á bak við slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum og slælega frammistöðu flokksforystunnar. Enginn flokkur geti sýnt af sér slíka vanhæfni án þess að eitthvað óeðlilegt sé á bak við það. Verkamannaflokkurinn eða önnur öfl hljóti að greiða þessum aðilum fyrir að standa sig svona illa.

Hluti þeirra sem sendu skilaboðin hafna þó öllum samæriskenningum og öllum hugmyndum um útlendingaandúð sem hluti hópsins leitaðist við að halda á lofti.

Claire Bullivant framkvæmdastjóri CDO segir að samtökunum sé annt um lýðræðið og innan hans séu uppi ýmiss sjónarmið og ekki sé þar eingöngu að finna meðlimi í Íhaldsflokknum. Hún fagnaði umfjöllun Sky News um skilaboðasendingar meðlima. Hinum almenna Breta sé eins og meðlimum CDO annt um frelsi og lýðræði. Hún segir að í raun vilji meðaljóninn í Bretlandi ekki að Verkamannaflokkurinn nái völdum með þeim hertu reglum og frelsisskerðingum sem því muni óhjákvæmilega fylgja.

CDO sé spennt fyrir því að vinna með Íhaldsflokknum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“