fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

„Kynningarstarf á aldrei að fara fram í kyrrþey!“ – Aldís, Alexandra, Íris og Rúna í stjórn FKA Vesturland

Eyjan
Sunnudaginn 24. september 2023 18:15

Stjórn FKA Vesturlands 2023-2024 frá vinstri Aldís Arna Tryggvadóttir, Alexandra Ýr Sigurðardóttir og Íris Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Rúnu Björgu Sigurðardóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalfundur FKA Vesturlands var haldinn á dögunum og kosin ný stjórn.

Hlutverk FKA Vesturlands er að vera vettvangur fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi til að efla tengslanet sitt og styrkja hver aðra. Markmið deildarinnar er að stuðla að samheldni og samvinnu kvenna og vera hreyfiafl fyrir konur í atvinnulífinu á Vesturlandi.

FKA Vesturland er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, og var aðalfundur Vesturlandsdeildar haldinn 14. september síðastliðinn í Arinstofunni Landnámssetrinu Borgarnesi og í útsendingu inná lokaðri síðu FKA Vesturlandi fyrir þær sem áttu ekki möguleika á að mæta í eigin persónu. Á fundinum voru þær Aldís Arna Tryggvadóttir, Alexandra Ýr Sigurðardóttir, Íris Gunnarsdóttir og Rúna Björg Sigurðardóttir kjörnar í stjórn deildarinnar en Rúna Björg var varaformaður deildarinnar á síðasta starfsári.

Andrea Ýr Jónsdóttir eigandi Heilsulausna, ritari Félags kvenna í atvinnulífinu og Helga Margrét Friðriksdóttir félagskona FKA og framkvæmdastjóri Landnámssetri Íslands.

Hugmynd sem byrjaði á einu A-4 blaði

Helga Margrét Friðriksdóttir félagskona FKA og framkvæmdastjóri Landnámssetri Íslands tók á móti hópi félagskvenna með ferskum og bragðgóðum mat og sagði frá starfsemi Landnámssetursins. Fundarkonur fengu að skauta í gegnum sýningar safnsins en Landnámssetrið hefur heldur betur verið lyftistöng fyrir nærsamfélagið og blómstrað, hugmynd sem byrjaði á einu A-4 blaði við eldhúsborðið hjá Sigríði Margréti Guðmundsdóttur fréttamanni og Kjartani Ragnarssyni leikstjóra.

Konur á svæðinu voru hvattar til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa í FKA Vesturland en um er að ræða tækifæri fyrir áhugasamar konur að setja mark sitt á starfið framundan þar sem FKA fagnar meðal annars 25 ára afmæli sínu á starfsárinu en einnig að hafa áhrif á samfélagsumræðu, sýnileika og tengslanetið í stóru og öflugu félagi eins og FKA,“ segir Andrea Ýr Jónsdóttir eigandi Heilsulausna, ritari Félags kvenna í atvinnulífinu sem býr á Akranesi.

Aðalfundur FKA Vesturlandi var haldinn í Arinstofunni Landnámssetrinu Borgarnesi og í útsendingu á lokaðri síðu FKA Vesturlandi.

„Kynningarstarf á aldrei fara fram í kyrrþey!“

„„Kynningarstarf á aldrei að fara fram í kyrrþey,“ er eitthvað sem sagt var við Sigríði Margréti, Sirrý í FKA, og setning sem ég segi gjarnan við félagskonur FKA. Ef við ætlum að versla við konur, kjósa konur, ráða konur og mæla með konum þá þurfum við að þekkja þær og félagskonur um landið allt eru að gera stórkostlega og fjölbreytta hluti. Það er dásamlegt að fá að heyra sögur félagskvenna úr öllum landsbyggðum og koma þeim á kortið,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Saga Sigríðar Margrétar og Kjartans er svo mikilvæg er kemur að því að fóstra nærumhverfið, krydda lífið, nálgast hlutina með skapandi hætti og að vera óhrædd að skapa sig og endurskapa en þau voru bæði fastráðin í skemmtilegum störfum þegar þessi hugmynd sprettur fram og þau ákveða að rífa stuðið áfram. Það er gaman fyrir ungt fólk á öllum aldri að ganga um sýningarnar í Landnámssetrinu sem fagnar brátt stórafmæli og ég minni fólk á að þetta er mátulegur bíltúr frá Reykjavík en ég tel svæðið innan stór höfuðborgarsvæðisins.“

Gunnhildur Lind ljósmyndari að mynda nýja stjórn.

Í tilkynningu frá FKA er nýjum stjórnarkonunum óskað til hamingju og tjórn 2022-2023 þakkað kærlega fyrir þeirra framlag og vinnu í þágu deildarinnar þeim Stephanie Nindel, Michell Bird, Rut Ragnarsdóttir og Tinna Grímarsdóttir. Tinna Grímars er sérstaklega þakkað fyrir samverustundirnar, dugnaðinn og jákvæðnina og minnst með hlýju og eilífu þakklæti. Tinna Ósk var Skagamaður ársins 2022 og var stjórnarkona í FKA Vesturlandi 2022-2023 en lést fyrir aldur fram.

Starf FKA Vesturlands hófst 18. apríl 2018 þegar stofnfundur var haldinn í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi og fyrsti formaður deildarinnar var Steinunn Helgadóttir. Frumkvæði að stofnun deildar á Vesturlandi átti hún ásamt nokkrum galvöskum konum á Snæfellsnesi og það er því fimm ára afmæli deildarinnar í ár og framundan nýtt upphaf með nýrri stjórn sem við hlökkum til að vinna með,“ segir Andrea Ýr. „Ég hvet konur að taka þátt og koma með í FKA!

Fundurinn hófst á sumardegi í september, sólarlag tók við og Norðurljós í dagskrárlok.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt