fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Samviskubit

Eyjan
Laugardaginn 23. september 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef um tveggja ára skeið átt við dularfull veikindi að stríða. Margir læknar hafa komið að mínum málum og sent mig í alls konar flóknar rannsóknir og prófað dularfull og dýr lyf. Þrátt fyrir góðan vilja og mikla kunnáttu hefur ekki tekist að greina eða svipta leyndarhulunni af þessum veikindum. Í nútímalæknisfræði skiptir höfuðmáli að sjúkdómar hafi nafn og númer eða greiningu. Ég hef því verið einstaklega þægur og meðfærilegur sjúklingur. Ekki er til sú rannsókn sem ég hef ekki undirgengist brosandi til að koma til móts við og gleðja læknana mína.

Smám saman er þetta mál hið erfiðasta. Ég fæ þá tilfinningu að allt sé þetta mér að kenna. Mér hafi tekist að koma mér upp sjúkdómi sem enginn skilur eða getur skýrt. Þetta hefur leitt til vaxandi samviskubits sem hefur bæst ofan á veikindin. Mér falla þungt vonbrigði læknana þegar engin greining finnst þrátt fyrir allt umstangið. Hver einasta rannsókn sem ekki leiðir til neinnar niðurstöðu veldur mér enn frekara hugarangri og skömm. Ég er farinn að vorkenna öllum þeim sem leggja sig alla fram og beita öllum tækjum og tólum hátæknisjúkrahússins án þess að komast nokkru sinni að landi.

Sjúklingur án greiningar lifir í læknisfræðilegu tómarúmi. Ólafur Kárason Ljósvíkingur í Heimsljósi Laxness var rúmlægur og óvinnufær vegna torskilinna veikinda. Hann skrifaði lækninum á Sviðinsvík og lýsti öllum sínum flóknu einkennum. Læknirinn svaraði um hæl og sagðist ekki hafa hugmynd um hvaða veikindi hrjáðu þennan sjúkling en „gaman hefði ég af því að fá að kryfja þennan pilt!“ Kannski er ég að renna saman við Ólaf Kárason í ellinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?