fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sigmar þurfti að leita sér aðstoðar á Vogi í sumar – Sjúkdómur sem á tíu árum dregur heilan Grundarfjarðarbæ til dauða

Eyjan
Fimmtudaginn 21. september 2023 10:54

Sigmar Guðmundsson. Mynd: Heiða Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, þurfti að leita sér aðstoðar á Vogi í sumar. Þessu greinir hann frá í pistli sem hann birtir hjá Vísi í dag þar sem hann fjallar um neyðarástand sökum fíknisjúkdóma sem stefni í að muni kosta 80 manns lífið hér á landi á þessu ári.

Bendir Sigmar á að tölur úr gagnagrunni SÁÁ sýni að nú stefni í að að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, láti lífið á þessu ári af völdum fíknisjúkdóms, en inn í þessa tölu vanti fólk sem er rúmlega fimmtugt. Fólk sé að deyja án þess að hafa nokkurn tímann farið inn á Vog.

„Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ“

Þrátt fyrir þetta bóli lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessu dauðsföll. Tímabært sé að almenningur átti sig á fórnarkostnaði samfélagsins vegna þessa sjúkdóms og stjórnvöld þurfi að vakna úr dvala og tryggja meðal annars að meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann.

„SÁÁ þurti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhaldsmeðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algjörlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annarra og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli.“

Sjúkdómur sem fer ekki í sumarfrí

Margravikna bið sé milli Vogs og Víkur og þessi bið geti dregið stórlega úr batalíkum fyrir marga. Á síðasta ári hafi 12 einstaklingar látið lífið á meðan þeir biðu eftir plássi.

„Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfrí og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það.“

Fjármunir sem ríkisstjórnin veiti í málaflokkinn dugi ekki til, en ekkert bóli á viðbótarfjárframlagi sem hafði verið lofað fyrr á þessu ári.

„Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir.“

Í raun kosti það minna en mislæg gatnamót að kippa þessu í liðinn, það eina sem þurfi er vilji.

Fimm hafi látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Ef í stefndi að þessi tala færi að nálgast fjölda þeirra sem deyja úr fíknisjúkdómum, þá hefði neyðarástandi verið lýst yfir með tilheyrandi fjárveitingum.

„Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt.“

Sigmar hefur í gegnum tíðina talað opinskátt um baráttu sína við alkóhólisma, en hann fór fyrst inn á Vog 25 ára. Síðan hafi hann að mestu verið edrú þó það hafi komið föll og hliðarskref, en þau hafi sem betur fer staðið stutt yfir.

„Sjúkdómurinn hjá mér er þó þannig að þegar ég hef fallið er það alvarlegt mál og kallar á inngrip,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið árið 2021. Á þeim tíma hafði Sigmar verið edrú í sjö ár í kjölfar falls eftir átta ára edrúmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á